• Orðrómur

Gunnar Smári: „Losa þarf RÚV undan valdi Sjálfstæðisflokks sem lætur sitt fólk stjórna umræðunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á síðunni Menningarátökin er Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokks Íslands spurður hvaða hugmyndir hann hafi um framtíðarhlutverk RÚV, og að venju stendur ekki á svörum hjá Gunnari Smára:

„Loka þessari ohf-væðingu, heimskulegt að reka Ríkisútvarpið eins og busniessfyrirtæki sem ætlar að skila eigendum sínum sem mestum arði,“ segir Gunnar Smári og bætir svo við:

„Losa stofnunina undan ægivaldi Sjálfstæðisflokksins sem hefur gefið okkur hægri sinnaða fréttastofu sem horfir á heiminn frá sjónarhóli nýfrjálshyggjunnar og lætur aðeins innvígt Sjálfstæðisflokksfólk stjórna umræðuþáttum.“

- Auglýsing -

Heldur áfram:

„Færa fókusinn frá ríkisvaldi, auðvaldi og elítu að almenningi, ná aftur í skottið á lýðræðisbyltingu ’68-kynslóðarinnar sem færði fókus fjölmiðla til almennings og ólíkra hópa, eða vildi gera það.“

Hann segir líka að það þarf að „skilgreina hlutverk sem uppfræðslu, menningu og fréttaflutning til þeirra sem ekki hafa getu til að sækja þetta annars staðar, að þjóna fólki en ekki þeim sem hafa völdin og ýmiss konar kapítal.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -