Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári með falleg og mikilvæg skilaboð: „Geri mér grein fyrir að ég sé voða vitlaus“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins, telur að Íslendingar eigi að undirbúa sig betur undir það hlutverk að ganga foreldrum sínum í foreldrastað. Sjálfur segist hann ekki hafa gert það nógu vel gagnvart því fallega hlutverki að sinna aldraðri móður sinni.

Gunnar Smári viðrar þessar hugmyndir sínar í færslu á Facebook og er ástæða skrifann sú að hann fór með móður sína í bólusetningu í morgun gegn Covid-19. „Það var fallegt. Í salnum var fólk sem verður nírætt á þessu ári og eldra. Þetta er rjóminn af sinni kynslóð. Í Orkuhúsinu voru þau hressustu; sum komu með göngugrind eins og mamma, fáein voru í hjólastólum en lang flest á tveimur jafnfljótum, sum kvik í hreyfingum sem væru þau fimmtug,“ segir Gunnar Smári og heldur áfram:

„Allt sístemið gekk eins og í sögu, starfsfólkið indælt, áhugasamt og tillitssamt. Þegar heilbrigðiskerfið virkar þá er það frábært. Við sem erum á biðlistunum, þau sem þurfa að neita sér um lyf vegna fátæktar og þau sem ekki fá þjónustu vegna fjárskorts eða skipulagsleysis sjá aðra hlið af kerfinu, kaldari og grimmari. En ef við sleppum inn, þá er heilbrigðiskerfið mestu verðmæti okkar samfélags.“

Gunnar Smári segir að eldri maður hafi vakið athygi sína fyrir þær sakir að þegar hann signaði sig eftir að hafa farið í peysuna eftir bólusetninguna. „Eins og mamma mín gerði áður en hún klæddi mig í ullarbolinn. Þegar ég gat klætt mig sjálfur lagði ég ullarbolnum og sleppti signingum. Það hefur svolítið vafist fyrir mér undanfarnar vikur og mánuði hversu illa ég er undirbúinn fyrir að eiga ósjálfbjarga foreldri. Kannski er það mér að kenna, rambaði bara inn í þessar aðstæður og er að glíma við þær á sama tíma og ég er að reyna að átta mig á þeim, skilja áhrif þeirra á mömmu og sjálfan mig, meðtaka fegurð þess að þurfa á hjálpa að halda og geta auðveldlega veitt hana, í samblandi við dimman tón dauðans sem enginn getur flúið,“ segir Gunnar Smári.

Sósíalistaforingjanum finnst þetta líkt og hefði hann stigið inn í foreldrahlutverk sitt án þess að hafa heyrt nokkurn mann tala um barnauppeldi eða foreldraábyrgð. Hann segir ljóst að íslenska þjóðin þurfi að ræða miklu meira þetta æviskeið. „Þegar við þurfum að ganga foreldrum okkar í foreldrastað. Þótt ég geri mér grein fyrir að ég sé voða vitlaus og hefði getað undirbúið mig miklu betur, þá grunar mig að við sem samfélag höfum talað of lítið um þetta æviskeið. Ég held að við þurfum sem samfélag að tala miklu miklu meira um þessa hluti. Þannig byggjum við upp samfélagið, með því að deila reynslu okkar, styrk og vonum, en líka ugg, varnarleysi og ráðaleysi,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -