Fimmtudagur 30. mars, 2023
7.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári um söluna á Íslandsbanka: „Bjarni er svona öfugur Hrói höttur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson forkólfur í Sósíalistaflokki Íslands segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vera öfugan Hróa hött. Hann taki frá almenningi og gefi hinum ríku.

Í nýlegri færslu á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins skrifar Gunnar Smári beittan pistil um sölu Bjarna Benediktsson á 35% hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra. Hlutinn var seldur á 55,8 milljarða en er í dag metinn á 90 milljarða.

„Þetta er Bjarni Benediktsson. Hann seldi 35% af hlut ríkisins í Íslandsbanka á 55,8 milljarða í fyrra, hlut sem er metinn á 90 milljarða í dag. Segja má að Bjarni hafi gefið kaupendum 34,2 milljarða. Samkvæmt áætlunum bankans munu kaupendurnir síðan fá 17,5 milljarða í arð á næstu tveimur árum.

Til að skýra þetta með lægri upphæðum þá seldi Bjarni fólki hlut sem kostaði 161 krónu á 100 krónur. Þau sem keyptu fá svo bráðum 31 krónu senda heim. Ef þú áttir 100 kall þá áttu núna 192 krónur. Bara af því að Bjarna var treyst til að selja eignir almennings.

Með öðrum orðum: Bjarni seldi 107,5 milljarða á 55,8 milljarða. Gaf kaupendum 51,7 milljarða.“

Í niðurlagi pistilsins segir Gunnar Smári Bjarna ekki vera með réttarstöðu sakbornings heldur sé hann aðal karlinn í ríkisstjórninni.

„Bjarni er ekki með réttarstöðu sakbornings. Hann er aðal karlinn í ríkisstjórninni. Hann hefur heimild Alþingis til að selja meira af eignum almennings.

Bjarni er svona öfugur Hrói höttur. Hann tekur frá almenningi og gefur hinum ríku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -