Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Gunnari yfirlögregluþjóni gengur vel með Covid og gos: „Auðvitað er alltaf einn og einn fýlupúki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Auðvitað höfum við gert fullt af mistökum. En þetta er lærdómsferli og við lærum á hverjum degi,” segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á Gunnari og kollegum hans hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Dagarnir hafa við langir frá því  að eldgosið við Fagradalsfjalli hófst. Mannlíf náði tali af Gunnari á milli funda og annarra gostengdra mála og gaf hann sér tíma til að segja hvernig ástandið liti út frá honum séð.

Gunnar er pollrólegur yfir stöðunni og segir að allt ganga bara vel.

„Við áttum alls ekki von á þessu gosi þótt það hafi ekki þurft að koma á óvart,”  segir hann.

Sem betur fer voru Gunnar og félagar öllu við búnir.

„Við fengum ekki sama undirbúningstíma og var fyrir Þjóðveldishátíðina en við vorum vel staddir. Við vorum byrjaðir að virkja áætlanir þegar atburðarásin hófst með skjálftunum í grennd við Keili í janúar í fyrra. Þá stóðum við frammi fyrir að sama staða myndi koma upp og í Geldingadölum. Við vorum tilbúnir með rýmingaráætlun fyrir Grindavík”.

Íslendingar stökkva á gos

- Auglýsing -

Gunnar segir mannfjöldann á gosstöðvunum ekki hafa komið á óvart.

„Við þekkjum öll Íslendinga. Þegar kemur gos stökkva þeir stað. Þetta gos er hálftíma akstur frá höfuðborgarsvæðinu svo það er ekkert skrítið að það skuli vera ásókn í að sjá það.  Þótt gosinu sé streymt beint virðist það enginn áhrif hafa á mannfjöldann“.

Gunnar bætir því við að staðsetning gossins hefði ekki getað verið betri. „Þar hafi lukkan verið með okkur.

- Auglýsing -

Gunnar situr daglega fundi með viðbragðsaðilum þar sem farið er allar mögulegar aðstæður sem upp hafa komið eða upp gætu komið upp.

„Þarna sitja til dæmis aðilar frá Landsbjörg og vísindamenn veðurstofunnar því veðrið er auðvitað lykilþáttur í öllu. Það má segja að vindáttin stjórni alveg gjörðum manns dag frá degi.” Gunnar segir það mikinn heiður að fá að starfa með björgunarsveitarmönnum. „Það má segja að það sé gaman. Þetta er svo mikið fagfólk og frábært að fylgjast með því. Við höfum fengið til okkar björgunarsveitarfólk alls staðar að af landinu sem hefur lagt okkur lið. Umferðardeild og sérsveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig lagt til hjálp. Með samvinnu gengur þetta vel hjá okkur. Með þessum mannskap getur útkoman ekki verið annað en góð.“

Svo kom Covid

Snemma var stikuð gönguleið upp að gosinu og fljótlega bættist önnur við. „Það er ekki útilokað að við bætum þeirri þriðju við. Við erum alltaf að breyta og bæta. Í samstarfi við landeigendur höfum við náð að gera bílastæði fyrir 700 bíla.“

Þegar viðtalið var tekið við Gunnar kl. 2 í eftirmiðdaginn sagði hann bílastæðin einmitt vera að fyllast. „Þetta er bara verkefni sem við tökumst á við, dag frá degi.”

Þegar ekki var hægt að ímynda sér að verkefnið yrði umfangsmeira skall á fjórða bylgja Covid-19 á, með öllum sínum þunga og fjöldatakmörkunum. Gunnar segir það ekki hafa einfaldað störfin.

„Þetta eru síbreytilegar aðstæður en Covid flækti auðvitað hlutina. Núna held ég að við séum komin með gott skipulag og við ætlum að halda því, allavega í bili. Við stoppum bíla við Grindavík og hleypum inn eftir því sem stæði losna. Núna þarf grímu, sprittbrúsa og við mælumst til að fólk hafi mannbrodda. Annað vegna Covid og hitt vegna þess að gönguleiðirnar er klaki þaktar.“

Fólk bara rólegt

Aðspurður segir Gunnar ekki hafa verið erfitt að taka á móti öllum þessum mikla fjölda sem hefur farið á gosstöðvarnar kveðst hann svo ekki vera.

„Nei, það hafa enginn alvarleg mál komið upp. Þetta hafa verið göngutengd mál. Fólk er að togna eða fá önnur ökklameiðsli. Sumir eru líka illa útbúnir en við höfum sem betur fer sloppið við alvarlegri mál en það.“

Gunnar segir fólk taka takmörkununum vel.

„Auðvitað er alltaf einn og einn fýlupúki, það er eitthvað sem lögreglan og allir þekkja vel. En það virðist vera ágætis skilningur hjá landsmönnum á hvernig staðan er og að ákveðnum fyrirmælum verði að fylgja. Svo tökum við bara stöðuna, dag frá degi,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sem hefur í mörg horn að líta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -