Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Gunnhildur segir Reykvíkinga ekki heilsa til baka: „Fólk bara horfir beint áfram!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, sem stundum hefur verið líkt við Grétu Thunberg, veltir því fyrir á Twitter hvað veldur því að Reykvíkingar heilsi ekki hvor öðrum út á götu. Út á landi gera það flestir en þegar hún heilsar Reykvíkingum þá fær hún sjaldnast svar.

Alltaf þegar ég er úti á landi heilsa allir öllum með „daginn“. Kem til Reykjavíkur og heilsa, en fæ aldrei svar! Fólk bara horfir beint áfram! Hvað er þetta Reykvíkingar?,“ spyr Gunnhildur.

Óhætt er að segja að þetta hafi vakið sterk viðbrögð en bæði svara margir og læka. Þar á meðal Helga Vala Helgadóttir þingkona sem segir: „Ég er „lúðinn“ sem einmitt heilsa alltaf á ferðum mínum um borgina.“

Íris nokkur vill meina að Hafnfirðingar séu betri hvað þetta varðar. „Þetta er í Hafnarfirðinum, mér þykir þetta svo kósí eitthvað þegar ég mæti manneskju á göngustíg og við bjóðum góðan daginn. Hjartað tekur aukaslátt !“

Guðmunda nokkur segist hafa hætt þessu eftir að hún flutti í borg óttans. „Tók mig smá tíma að venjast þessu og nú er ég hætt að heilsa að fyrra bragði. Brosi til eldra fólks bara.“

Aðrir lýsa því hvernig þeir hafi reynt að bjóða Reykvíking góðan daginn en fengið til baka skæting.  „Það er rétt að viðmótið, er ekki eins í borginni. Bý úti á landi og tek eftir þessu. Bauð einu sinni fullorðinni konu kerruna þegar eg var búin að losa í bílinn og fékk bara skæting á móti. Fyrst ég nennti ekki með hana skyldi hún taka hana. Langaði eiginlega ekki að láta hana taka við,“ segir ein kona.

- Auglýsing -

Maður nokkur segir að fólk taki þessu sem ígildi hótunnar. „Þetta er svona í blokkinni sem ég by í, maður býður góðan daginn og fólk horfir á mann eins og maður hafi sagt þeim að fokka sér.“

Önnur segir geðheilbrigðismál. „Þetta hefur ekkert að gera með hvar fólk býr, þetta er bara persónubundið. Ég er með miklann félagskvíða og ég heilsa yfirleitt ekki fólki sem ég þekki ekki nema það heilsi mér,“ segir sú.

Gunnjón nokkur er líklega úr Reykjavík miðað við svar sitt. „Ég heilsa aldrei neinum nema ég hafi þekkt viðkomandi í minnst fjögur ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -