Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gunnlaugur barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin: „Hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær voru Míuverðlaunin afhent í annað skiptið. Verðlaunin eru veitt til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna. Gunnlaugur Sigfússon, barnahjartalæknir á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin í ár en einnig voru 42 heilbrigðisstarfsmenn heiðraðir fyrir störf sín.

Hér er fréttatilkynning frá þeim sem standa að verðlaununum:

„Fréttatilkynning
Míuverðlaunin 21. október 2021

Í kvöld voru Míuverðlaunin afhent í annað sinn við hátíðlega athöfn í Cava salnum.
„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera “bara vinnan sín” getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er“.

Ásmundur Daði Einarsson, Gunnlaugur Sigfússon, Auður Gunnur, hönnuður verðlaunagripsins
Ljósmynd: Aðsend

42 heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir og var yndislegt að sjá hversu mikið þakklæti lá í loftinu. Míuverðlaunin eru hluti af fallegu félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær Lyfjabrunn. Fríða Björk
Arnardóttir kom svo inní verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. Í kvöld voru mættir innsti kjarni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir langveikum börnum af einskærri alúð og gefa þau öll sem eitt allt hjarta sitt til starfsins.

Gunnlaugur Sigfússon, barnahjartalæknir á Barnaspítala Hringsins, vann verðlaunin og var það Ásmundur Einar Daðason Barna- og Félagsmálaráðherra, sem afhenti honum Míuverðlaunin ásamt Auði Gunni listakonu hjá AG keramik sem hannaði verðlaunin. Vasinn prýðir fallegan texta úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. „Það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“.“

Hópurinn sem heiðraður var í gær
Ljósmynd: Aðsend

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -