• Orðrómur

Gunnlaugur vann úr einelti – „Man eftir hlátrinum“ – „Eineltið í Egilsstaðaskóla var með ólíkindum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gunnlaugur Trausti Vignisson „var lagður í einelti í Egilsstaðaskóla í allt of mörg ár; það hefur haft áhrif á allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur síðan,“ skrifar hann í fallegri færslu í Facebook-hópnum Egilsstaðaskóli árg. ’74.

Hann bætir við:

„Sjálfsvorkun; lélegt sjálfsálit; feimni og hræðsla hafa verið fylgifiskar mínir í gegnum árin,“ en með tímanum hefur Gunnlaugur Trausti „náð að berja þetta allt niður og með hverju árinu sem líður hef ég fengið að upplifa að ég get náð árangri, sem kemur mér á óvart.“

- Auglýsing -

Þessi orð hans segja margt um hversu hræðilegar afleiðingar eineltis geta verið.

Hann rifjar upp afar sársaukafulla minningu: „Ég man enn eftir hlátrinum í bekknum þegar við vorum spurð hvað við vildum verða; ég svaraði að ég vildi verða stjórnandi. Þetta var í 8. bekk.“

En Gunnalugur Trausti er sterkur einstaklingur sem hefur lagt mikið á sig og hefur náð langt þótt lengi vel hafi hann haft lengi vel litla trú á eigin getu vegna eineltisins:

- Auglýsing -

„Í dag er ég stjórnandi tæknideildar einnar stærstu byggingarverktaka Noregs og ég hef byggt upp þann hluta deildarinnar sem er í Osló sjálfur. Hef ráðið í vinnu sextán frábæra verkfræðinga og verið frumkvöðull í norskum byggingariðnaði og tekið þátt í að skapa nýja stöðu sem sér um að hanna og gæðaprófa öll tæknileg kerfi í byggingum.“

Og eins og þetta sé ekki nóg þá „byrjaði ég að kenna við háskólann Vesturland í Bergen í faginu Systematisk Ferdigstillelse. Þar kenni ég nemendum sem eru að fara útskrifast sem byggingarverkfræðingar, í því fagi sem ég sjálfur hef tekið þátt í að móta í byggingariðnaði.“

Gunnlaugur Trausti lýkur pistli sínum á þessum fallegu orðum: „Ég er stoltur af sjálfum mér.“

- Auglýsing -

Í athugasemdum við færsluna fær Gunnlaugur Trausti mikinn stuðning og mikla ást. Til dæmis segir kona að nafni Sigga Valdís:

„Frábært hjá þér Gulli. Ég bið þig innilega afsökunar að hafa ekki staðið með þér. Ég man eftir ýmsu og leið mjög illa að gera ekki neitt og mér þykir það enn mjög leitt. Þú mátt svo sannarlega vera stoltur af þér og að hafa látið drauminn rætast!“

Þá skrifar Gísli Örn Guðmundsson: „Til hamingju með frábæran árangur Gulli og mikið tengi ég sterkt við þessi skrif hjá þér. Eineltis kúltúrinn í Egilsstaðaskóla á níunda áratugnum var náttúrulega algjörlega með ólíkindum og ég trúi ekki öðru en að margir beri ör á sálinni eftir veru sína þar. Sjálfur bar ég gæfu til að standa með sjálfum mér og neitaði að stíga fæti framar inn í þessa stofnun þegar ég var í þriðja bekk og fékk mig fluttan í Hallormsstað. Gangi þér áfram vel og takk fyrir að deila þessu.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -