Mánudagur 16. september, 2024
8.1 C
Reykjavik

Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands.“

 

Á þessum orðum hefst tölvupóstur sem Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sendi 30. apríl 2014 til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og manns hjá Samherja sem hefur netfangið [email protected]

Tölvupósturinn sem ber yfirskriftina Að nema nýjar lendur er hluti skjala sem Wikileaks hefur birt. Henrik Leth er stjórnarformaður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyrirtæki í einkaeigu á Grænlandi.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi,“ undirstrikar Gunnþór í pósti sínum. „Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“

Samherjamenn tóku vel í beiðnina og svarar Jóhannes: „Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ og beinir þá spurningunni til áðurnefnds Sigga.

- Auglýsing -

„Gunnþór, ertu að leitast eftir einhverju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldarvinnslunnar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunnþór.

Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug þar til hann lét af störfum 2016.

- Auglýsing -

Gunnþór vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -