Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Gylfi er ekki sáttur við Kynnisferðir – „Yfirgengilegt okur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
„Flugvallarrúta – yfirgengilegt okur,“ segir Gylfi Páll Hersir inn á Facebook síðu sinni í gær.
Þar rekur hann eftirfarandi og er mjög ósáttur.

Ég fór í fyrradag til útlanda og keypti rútumiða á BSÍ út á flugvöll, ferðin tekur 45 mínútur. Miðinn kostaði 4999 krónur, 25% dýrari en ef ég hefði keypt hann á netinu (3899 krónur). Lestarmiðinn frá Kastrup til Gautaborgar kostaði 7.000 krónur (230 km, tók rétt rúma 3 tíma). Rútan frá flugvellinum við Gautaborg (Landvetter) til borgarinnar kostar 1.500 krónur og tekur ferðin um 20 mínútur (20 km). Ég hef farið víða, það er hvergi eins dýrt að taka flugvallarrútu og hér á landi. Kynnisferðir greiða hluthöfum mikinn arð. Þrátt fyrir feita covid styrki í okkar boði viðgengst þetta dæmafáa okur, græðgin á sér ekkert hóf.

Airport Direct bjóða einnig upp á ferðir milli Reykjavík Terminal í Skógarhlíð til Leifsstöðvar. Þeir innheimta ekki aukalega fyrir það ef fargjald er ekki keypt á netinu.

Til samanburðar má geta þess að ef fjórir einstaklingar taka saman leigubíl frá Leifsstöð til höfuðborgarinnar, greiða þeir fyrir það 19900 krónur. Það gera 5000 krónur fyrir manninn. Það er sama verð og Gylfi greiddi fyrir það að ferðast með rútu frá BSÍ og til Leifsstöðvar.

Björn Ragnarson forstjóri félagsins sendi okkur eftirfarandi upplýsingar:

Það er hægt að velja í sjálfsalanum bæði Flybus+ sem er með akstri á hotel og líka án þeirrar þjónustu sem er á kr. 3.899, þar er einnig hægt að kaupa fram og til baka og þá er hvort ferð á kr. 3.599. Ástæða þess að við erum með báðar vörurnar í sjálfsalanum er að stundum náum við í fólk á hotel án þess að það sé búið að bóka fyrir að hafa verið sótt. Þessi viðskiptavinur hefur greinilega ekki tekið eftir hinum valkostinum.

Árið 2015 var greiddur arður til hluthafa og hefur það ekki verið gert síðan. Ársreikningar félagsins eru á rsk.is.

- Auglýsing -

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -