Brynjar Níelsson sendir rithöfundinum og listamanninum Hallgrími Helgasyni tóninn og vitnar til greinar sem Mannlíf birti í gær.
Í greininni líkir Hallgrímur aðförum íslenskra stjórnvalda að flóttafólki í neyð við aðfarir talíbana í Afghanistan.

Svo mælir Brynjar:
„Gáfnaljósið og skattakóngurinn, Hallgrímur Helgason, sparar ekki stóru orðin frekar en venjulega. Það er svo áhyggjulaust líf að hafa trygga framfærslu frá skattgreiðendum alla ævi við að leika sér við áhugamálin. En Hallgrímur veit greinilega ekki að Alþingi setur lög og ráðherra fer með framkvæmdavaldið.“
Bætir við og bætir í:

„Hér á landi er því ekki rekin útlendingastefna Jóns Gunnarssonar, heldur stefna þverpólitískar nefndar sem varð að lögum frá Alþingi. Hallgrímur er kannski ekki eins mikið gáfnaljós og menn halda. En hann er þó góður maður, amk á kostnað annarra. Hann veit að það er nóg til og er örugglega sjálfur til i að greiða hærra skatta.“