2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hæsta hlutfall kvenna í sveitastjórnum frá upphafi

Hagstofan birtir frétt í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní þess efnis að hlutfall kvenna í sveitastjórnum landsins hefði aldrei verið hærra, eða 47 prósent allra kjörinna sveitastjórnarfulltrúa.

Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 266 karlar og 236 konur. Hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra. Í kosningunum var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 41% höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2014.

Kosið var til 72 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og var kosningaþátttaka 67,6 prósent og öllu meiri meðal kvenna en karla. Eldri kjósendur skiluðu sér frekar á kjörstað en þeir yngri og þátttaka nýrra kjósenda, sem voru sökum aldurs að kjósa í fyrsta sinn, um 51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 18%.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is