Rúv.is greindi frá því rétt í þessu að hættustigi hafi verið lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ástæðan er sú að nú liggur Covid smitaður sjúklingur í öndunarvél á gjörgæslu. Ekki er enn vitað hver áhrifin af þessu verður á starfsemi spítalans.
Í samtali við Rúv segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækniga á sjúkrahúsinu, að sjúkrahúsið hafi nú verið fært af óvissustigi og yfir á hættustig. Slíkt er gert þegar covid sjúklingur er lagður inn á legudeild.
„Það er það viðbragð sem er í okkar viðbragðsáætlun. Það þýðir að viðbragðsstjórnin fundar daglega og við förum að huga að því hvað við þurfum að gera í starfseminni til að geta sinnt þessum sjúklingum og hugsanlega fleiri sjúklingum sem koma í innlögn eins og hefur verið í undanförnum bylgjum,“ segir Sigurður við Rúv.
Samkvæmt Sigurði mun það koma í ljós á næstu dögum og vikum, hvort það raski mikið starfseminni að sjúkrahúsið sé á hættustigi og það fari einnig eftir því hvort fleiri sjúklingar þurfi að leggjast inn.