Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hagsmunasamtök heimilanna: Heimili landsins standa höllum fæti þökk sé Bjarna og Katrínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér opið bréf til forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra vegna hagnaðar bankanna þriggja á fyrstu þrem mánuðum ársins. Hagnaður þeirra hleypur á 17 milljörðum og segja samtökin það erfitt að ganga upp þegar heimsbyggðin er að ganga í gegnum verstu kreppu síðari tíma. Samtökin óska einnig eftir fundi við þá er málið varðar í þeim tilgangi að ræða efni bréfsins.

Í bréfinu er ráðherrum ríkisstjórnarinnar bent á ályktanir sem draga má af þessum gríðarlega hagnaði bankanna.

  1. Bankarnir hafa nægilegt svigrúm til þess að lækka vexti enn frekar.
  2. Heimilin hafa ekki verið varin eins og ríkisstjórnin lofaði.
  3. Hagnað bankanna á að nýta til uppbyggingar, þjóðinni allri til heilla.

Ályktanirnar og bréfið í heild má lesa á síðu samtakanna.

Samtökin deila og hafa deit mjög hart á stöðu mála enda hafa heimilin í landinu staðið algerlega óvarin til þessa og loforð ekki verið efnd. Í bréfinu segja Hagsmunasamtök heimilanna meðal annars eftirfarandi:

„Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að Seðlabankinn og stjórnvöld sjái til þess að bankarnir komist ekki upp með að lítilsvirða Seðlabankann með því að hunsa vaxtaviðmið hans og lækki vexti sína á lánum til neytenda án tafar ásamt því að endurgreiða þeim þá vexti sem hafa verið ofteknir.

Heimilin hafa ekki verið varin eins og ríkisstjórnin lofaði

- Auglýsing -

Frá því í mars í fyrra, um það leyti sem heimsfaraldurinn var að stinga sér niður hér á landi, hafa Hagsmunasamtök heimilanna ítrekað sent frá sér ályktanir og áskoranir til ríkisstjórnarinnar um að standa vörð um hagsmuni heimilanna og verja fjölskyldurnar í landinu fyrir áhrifum faraldursins.

Sú síðasta var send í síðustu viku: Stjórnvöld hafa brugðist réttmætum væntingum heimilanna.

Ábyrgð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er mikil og þá sérstaklega hennar sjálfrar og fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar.

- Auglýsing -

Fjármálaráðherra fullyrti ítrekað að engin hætta væri á verðbólgu, sem núna er komin langt umfram verðbólguviðmið Seðlabanka Íslands. Á sama tíma fullyrti forsætisráðherra að heimilin yrðu varin. Heimilin hafa ekki verið varin. Það eru heimilin sem veikast standa sem ekki hafa getað flúið verðtryggðu lánin og sitja þar föst ásamt þeim sem ákváðu að treysta orðum ráðherranna tveggja.

Þessi heimili bera núna og um alla framtíð, kostnaðinn af verðbólguskotinu sem fjármálaráðherra hafði „engar áhyggjur af“.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að sett verði þak á verðtryggingu lána heimilanna og afleiðingar þessa verðbólguskots sem heimilin töldu sig varin fyrir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að allar fyrirætlanir um sölu Íslandsbanka, í heild eða að hluta, verði lagðar á hilluna þangað til að kosningum loknum í haust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -