2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hálfbróðir Kim Jong Un var uppljóstrari Bandarísku leyniþjónustunnar

Kim Jong Nam, hálfbróðir Norður-Kóreska leiðtogans Kim Jong Un, starfaði með leyniþjónustu Bandaríkjanna áður en hann var myrtur í Malasíu árið 2017.

The Wall Street Journal greindi frá málinu í gær. Blaðið vitnar til samtala við fyrrverandi starfsmenn hins opinbera sem segja ólíklegt að Nam hafi veit nánar upplýsingar. Nam hafi haft lítið aðgengi að upplýsingum og því ólíklegur til að varpa ljósi á starfsemi innan Norður-Kóreu. Hann hafði lengi búið utan ríkisins og átti því hvergi bækistöðvar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Þá segja þeir Nam hafa að öllum líkindum verið í sambandi við öryggisþjónustur annarra landa og nefndu þeir Kína sérstaklega.

Í bókinni The Great Successor eftir blaðakonuna Anna Fifield er farið yfir tengsl Nam við leyniþjónustan. Þar segir af upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Nam fylgja manni, talinn vera starfsmaður leyniþjónustunnar, inn í hótel lyftu. Á upptökunni sést í bakpoka sem átti að hafa innihaldið 15 milljónir króna. Opinberir starfsmenn Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segja að yfirvöld Norður-Kóreu séu á bak við launmorð Nam. Yfirvöld í Pyongyang hafa neitað staðhæfingu.

Tvær konur, Doan Thi Huong og Siti Aisyah, voru sakaður um að eitra fyrir Nam. Þær smurðu andlit hans í VX vökva, ólöglegt efnavopn, á flugvelli í Kuala Lumpur í febrúar 2017. Aisyah, sem er frá Indónesíu, var sleppt úr haldi Malasískra yfirvalda í mars. Huong, sem er frá Víetnam, var sleppt í maí.

Bandaríska leyniþjónustan hefur neitað að tjá sig um Nam. Eðli sambandsins milli hans og leyniþjónustunnar er því enn á huldu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un hafa fundað tvisvar sinnum. Þá hittust þeir í Hanoi í febrúar síðast liðinn og Singapore í júní 2018.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is