Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hálfsystir Meghan Markle á leið til London

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

 Hefur ítrekað reynt að ná sambandi við systur sína.

Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, er sögð vera stödd í Ítalíu á leið til London til að ræða föður þeirra. Thomas Markle, faðir systranna, hefur verið heilsulítill að undanförnu og mun Samantha því vilja ræða málin við systur sína.

Samantha Markle er á leiðinni til Englands. Eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hertogaynjuna af Sussex til að ræða heilsu föður þeirra hefur Kensington-höll ekki svarað henni,“ skrifaði Rob Cooper, fjölmiðlafulltrúi Samönthu, í gær á Twitter.

Cooper greindi svo frá því að hann óttaðist að Meghan væri ekki að fá upplýsingar frá Kensington-höll um að systir hennar þyrfti að ná í hana.

Þess má geta að samband systranna hefur verið stirt undanfarið og Samantha hefur verið óhrædd við að gagnrýna systur sína á opinberum vettvangi eftir að hún giftist Harry Bretaprins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -