Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Óttast meira gos en hlaup við Grímsvötn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hallandi staur sem GPS-mælir var festur á varð til grunsemdir kviknuðu um hlaup í Grímsvötnum. Snjór umhverfis staurinn bráðnaði og hann fór að halla með þeim afleiðingum að sérfræðingar héldu að yfirborðið væri að lækka og því hlaup í vændum. Sérfræðingar á vegum almannavarnareild ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og Veðurstofu Íslands fóru með þyrlu í gær upp á Grímsfjall til að meta aðstæður.

Því var um falska viðvörun að ræða samkvæmt Morgunblaðinu sem greindi frá. Við Grímvötn virðist allt með kyrrum kjörum og engin merki um að hlaup sé að hefjast nú. Fyr­ir­hugað er að hóp­ur frá Veður­stofu Íslands fari aft­ur að Grím­svötn­um á morgun.

Ein­ar Hjör­leifs­son, sér­fræðing­ur á veður­stof­unni, óttast frekar gos á svæðinu heldur en hlaup. Hann seg­ir að gögn sem liggja fyr­ir á þess­ari stundu bendi ekki til þess að hlaup sé að hefjast í Grím­svötn­um en skyndi­leg­ur þrýst­ing­slétt­ir vegna hlaups get­ur hleypt af stað gosi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -