Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Halldór Benjamín er hættur og kominn með nýtt starf: „Blendn­ar til­finn­ing­ar að kveðja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur ákveðið að hætta hjá sam­tök­un­um.

Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá SA nú í kvöld.

Stuttu síðar var til­kynnt að Hall­dór Benja­mín sé nýráðinn for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins; mun hann hefja störf sem for­stjóri fyrri hluta sum­ars 2023.

Helgi S. Gunn­ars­son, sem gegnt hef­ur starfi for­stjóra Reg­ins frá stofn­un þess árið 2009, læt­ur af störf­um á sama tíma; mun verða Halldóri inn­an hand­ar fyrst um sinn.

Hall­dór Benja­mín hef­ur und­an­far­in ár gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins en starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar Icelanda­ir Group hf.

Hall­dór Benja­mín hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu; sem hag­fræðing­ur og síðar fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs Íslands.

- Auglýsing -

Hall­dór er hag­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands; er með MBA-gráðu frá Oxford-há­skóla.

„Það eru óneit­an­lega blendn­ar til­finn­ing­ar sem fylgja því að kveðja þenn­an vett­vang, enda eru al­ger for­rétt­indi að gegna starfi fram­kvæmda­stjóra SA. Starfið hjá SA hef­ur verið mjög lær­dóms­ríkt og skemmti­legt en það er á sama tíma eng­um hollt að vera í slíku starfi of lengi. Ég veit að ég skil við starf sam­tak­anna í góðum hönd­um, hjá öfl­ug­um hópi starfs­fólks og stjórn­ar­manna, sem ég hef verið svo lán­sam­ur að eiga gott sam­starf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín í til­kynn­ing­unni um starfs­lok sín hjá SA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -