Laugardagur 22. janúar, 2022
2.2 C
Reykjavik

Halldór fékk undarleg og vafasöm skilaboð frá lögreglumanni í gær: „Bara sorglegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Halldór Högurður.

Halldór Högurður, útvarpsmaður og handritshöfundur, birtir á Facebook-síðu sinni skjáskot af vægast sagt undarlegum skilaboðum sem Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sendi honum í gærkvöldi. Halldór hafði gagnrýnt framgöngu lögreglunnar í fánamálinu svokallaða á Facebook-síðu sinni. Snorra virðist hafa séð það og sárnað.  Halldór lýsir skilaboðunum sem „næstunhótun“ frá Snorra og segir hann ekki starfi sínu vaxinn. Skilaboðin má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Halldór gerir mikið grín að þessari framgöngu Snorra í færslunni sem fylgir skjáskotinu. „Það virðist sem formaður landssambands lögreglumanna hafi farið í sama skóla og leynilögga Samherja. Ekki raskar það ró minni þó einhver fasistabulla setjist niður til að senda mér næstumhótun, mér finnst það bara sorglegt fyrir hæfa aðila innan lögreglu að hafa valið til forsvara fyrir sig svona andlegan eftirbát sem veður upp virðingarstigann óboðinn og kallar mig „sinn kæra“ það er nefnilega þannig að vini velur maður og ég er lítt fyrir að skrapa botn vitsmunatunnunnar eftir vinum, segir Halldór.

Hann segir að maður sem er í forsvari fyrir heila stétt geti ekki verið svo hörundsár. „Það þarf alveg sérstaka tegund ídjóts til að leggja vinnu í það að hamra gervihótun með tveimur vísifingrum til sér betra fólks, slompaður af annað hvort heimadrykkju eða takmörkuðu blóðstreymi um höfuð. Það er ekki beint merki um að vera starfi vaxinn að þola ekki að fólk hafi skoðun á því sem maður lætur frá sér opinberlega, ef vesalings maðurinn er svona hörundsár þá væri ráð fyrir hann að kanna hvort ekki sé hægt að fá Aloa Vera sárabindi frá Ku Klux Klan,“ segir Halldór.

En hvað varð það sem fékk lögreglumann til að skrifar borgara út í bæ svo furðuleg skilaboð? Halldór telur það hafa verið eftirfarandi gagnrýni á eftirmála fánamálsins en Halldór deildi jafnframt viðtali Vísis við Snorra þar sem hann sagði sambandið íhuga meiðuyrðamál. „Þetta er einmitt það sem þunna bláa línan stendur fyrir, nú á að taka á gagnrýni vegna rasískra merkja með samanteknu ofbeldi. Sorglegt að horfa upp á þetta pr slys. Einhverjir innan lögreglu hafa tjáð sig af yfirvegun og skynsemi en þá mættir þessi mannvitsbrekka á Hindenburg loftfarinu með alla vasa fulla af Grýtueldspítunum varasömu. Þetta meðvirknirunk með skemmdu eplunum er einn magnaðasti eyðingarmáttur sem til er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -