Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Halldór höfuðkúpubrotnaði og réð öryggisvörð fyrir börnin: „Ekki auðvelt að skylmast við Róbert“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég ákvað að ef það kæmi einhvern tíma að mér, sem ég hélt að myndi aldrei gerast, þá myndi ég ekki bakka og láta valta yfir mig,“ segir Halldór Kristmannson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og Alvotech, til 18 ára. Halldór uppljóstraði um fólskulega stjórnunarhætti forstjórans í formi líkamsárása, morðhótana og rógsherferðar gegn óvildarmönnum.

Halldór stígur fram í viðtali í Fréttablaðinu í dag og ræðir þar hvers vegna hann hafi ákveðið að ljóstra upp um framkomu Róberts gagnvart undirmönnum sínum. Hann leggur á það áherslu að það hafi síður en svo verið auðvelt að gera enda hafi hann hafið störf hjá honum í janúar 2001. „Ég var einn af 150 umsækjendum sem sóttu um starf sem aðstoðarmaður hans og var ráðinn. Ég hef nánast unnið fyrir hann alla tíð síðan. Ég hef því systematískt búið til ákveðna ímynd af honum sem mér fannst ákjósanleg og ég tel að sé sterkt að hann endurspegli. Því verður það mjög sárt þegar ég þarf að horfast í augu við að sú ímynd sem ég byggði upp var ekki í takt við raunveruleikann,“ segir Halldór og bætir við:

„En allt frá árinu 2018 hefur ágreiningur okkar þegar kemur að hans persónulegu málum og óvildarmönnum verið mjög alvarlegur og vaxandi. Hann beitti mig miklum þrýstingi að koma höggi á óvildarmenn sína sem eru allnokkrir. Þótt ég hafi aðeins tilgreint nokkra. Hann vildi meðal annars að ég beitti mér gegn þeim í gegnum fjölmiðil sem hann átti, Mannlíf og einnig í gegnum aðra fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis.“

Róbert segir Halldór ljúga

Líkt og Mannlíf hefur ítarlega greint frá hafði Róbert í líflátshótunum við háttsetta stjórnendur Alvogen. Á þeim hótunum hefur forstjórinn beðist afsökunar og fullyrt er öll 30 hótunarskeytin hafi verið send í reiðikasti um borð í flugvél.

Halldór fullyrðir jafnframt að hafa sjálfur orðið fyrir líkamsárásum af hendi Róbert og hið sama eigi við um annan háttsettan starfsmann fyrirtækisins. Þá er Róbert sagður hafi beitt Halldór óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn sína. „Auðvitað liggur fyrir að forstjóri sem verður uppvís að svona hegðun og framkomu gagnvart sínu nánasta samstarfsfólki er ekki æskilegur í forystuhlutverk,“ segir Halldór.

- Auglýsing -

Í Fréttablaðinu fullyrðir Halldór jafnframt að annar háttsettur stjórnandi Alvogan hafi stigið fram árið 2019 með ásakanir á hendur Róberti fyrir ósæmilega hegðun. Sá stjórnandi er kvenkyns. „Hún skilgreindi sig sem uppljóstrara eins og ég er og setti fram háar fjárkröfur á hendur fyrirtækinu. Stjórnandinn hafði uppi ásakanir á hendur Róberti, sem sendar voru til hans bréfleiðis og einnig til Árna Harðarsonar aðstoðarforstjóra, starfsmannastjóra fyrirtækisins og forstjóra þess í Bandaríkjunum. Þetta hefur auðvitað aldrei komið fram,“ segir Halldór og bætir við:

„Ég hef lagt fram ábendingar mínar í góðri trú og get ekki sagt til um hvort ásakanir stjórnandans hafi verið réttmætar, heldur einungis staðfest að þær voru lagðar fram og unnið var að úrlausn málsins sem lauk með sátt.“

Sem viðhengi við viðtalið við Halldór í dag birtir Fréttablaðið svar Róberts við ásökunumum. Það er er einfalt. Halldór er lygari og blaðið er lygamiðill:

- Auglýsing -

„Maðurinn er greinilega lygari og það er rétt að komi fram að blað sem prentar slíkt er að prenta lygi. Þetta er því miður uppspuni hjá Halldóri og þykir okkur miður ef Fréttablaðið ætlar að birta ósannindi, sem haft er eftir starfsmanni sem ítrekað hefur verið staðinn að ósannindum.“

Vísa í vitni

Í viðtalinu greinir Halldór frá líkamsárásum forstjórans, sem áttu sér stað í París og Austuríki, gagnvart honum sjálfum og háttsettum erlendum stjórnanda fyrirtækisins. Fréttablaðið fær staðfestingar á báðum líkamsárásum frá vitnum í umfjöllun sinni, sem staðfesta lýsingar Halldórs á árásum forstjórans.

Halldór segist ekki hafa fallist á útskýringu Róberts um að þeir hafi verið í kýlingaleik og segist „almennt ekki kannast við að forstjórar standi fyrir kýlingaleikjum við samstarfsmenn.“ Hann sér ekki eftir því að hafa stigið fram og sagt frá framkomu Róberts.

„Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun og segi frá því hvernig hann hafi beitt starfsfólk ofbeldi og hótað því lífláti undir áhrifum áfengis. Í sínu starfi sem forstjóri beitti hann sér fyrir því að koma höggi á sína óvildarmenn, með einstaklega ósvífnum og andstyggilegum ásökunum. Stjórn Alvogen horfir fram hjá morðhótunum Róberts. Svo fá þeir óháða lögmannsstofu til að rannsaka kvartanir mínar, lögmannsstofu sem hefur reglulega verið ráðin í slökkvistörf innan fyrirtækisins, segir Halldór og helldur áfram:

„En ég er fullviss um að það var aldrei gerð nein einasta skýrsla og hefur í raun aldrei verið gerð nein óháð rannsókn. Skýrslan er ekki til og hefur aldrei verið birt. Ég hef ekkert að fela þar og ég vona að á einhverjum tímapunkti verði þetta allt gert opinbert.

„Slökkviliðið“ kallað til

Í viðtali Halldórs við Fréttablaðið greinir hann frá samskiptum sínum við breskan blaðamann og að lögmannstofan White & Case hafi þá verið kölluð til aðstoðar. Lögmaður fyrirtækisins hafi þá verið kallaður til og aðstoðaði við bréfaskriftir Halldórs við blaðamann, með það markmið að stöðva væntanlega fjölmiðlaumfjöllun um ósiðlega hegðun Róberts. Umræddur blaðamaður taldi sig hafa upplýsingar um að annar uppljóstrari væri til innan Alvogen og það væri kona í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir starfsmannastjóri fyrirtækisins meðal annars í tölvupóstum, eftir því sem Fréttablaðið greinir frá.

Halldór segir í viðtalinu að lögmannstofan White & Case sé ofarlega á lista þegar kemur að því að slökkva elda fyrir Róbert Wessman og sé nú enn og aftur í hlutverki „slökkviðliðs“ þegar það er í sæti ákærenda og dómara í hinni svokölluðu óháðu rannsókn.

Samviskan nagaði

Síðastliðið haust sauð upp úr á milii Róberts og Halldórs. Þá gat sá síðarnefndi ekki meir. „Á þessum tíma upplifi ég að líkaminn er hreinlega að gefast upp og mín grunngildi og samviska voru farin að naga mig. Ég þurfti i í þrígang að leita til bráðamóttöku vegna öndunarörðugleika og svo eitt kvöldið þegar ég stend upp frá kvöldverðarborðinu, þar sem ég sat ásamt fjölskyldunni, líður yfir mig og ég dett aftur fyrir mig á steingólfið og brýt sprungu á höfuðkúpuna. Það má segja að árið hafi verið erfitt heilsufarslega séð og ljóst að mikil streita og álag á þessum tíma hafði sitt að segja. Líkaminn var að bregðast við og segja mér að ég gæti ekki meira.“

Mannlíf hefur ítrekað leitað eftir viðbrögðum Róberst við ásökunum á hendur honum. Fram til þess hefur hann ávallt borið fyrir sig trúnað en Halldór segir það þvælu. „En það er enginn trúnaður sem gildir um morðhótanir og líkamsárásir að mér vitandi, né heldur rógburðarherferðir gegn óvildarmönnum. Þetta hefur ekkert með rekstur þessara fyrirtækja að gera og í raun óverjandi að Róbert svari ekki þessum ásökunum málefnalega,“ segir Halldór og bætir við að lokum:

„Það er ekki auðvelt að skylmast við einhvern eins og Róbert, hann hefur sýnt það með líkamsárásum og alvarlegum morðhótunum að hann getur verið hættulegur maður. Til að tryggja að öllum á heimilinu liði vel og hefðu engar áhyggjur af mínum skylmingum við Róbert, þá réð ég öryggisvörð fyrir utan heimili okkar í þrjár vikur. Hann stóð vaktina fyrir utan húsið frá því krakkarnir komu heim úr skóla og fram á nótt. Ég fann að fjölskyldunni leið betur og það var fyrir mestu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -