„Verðbólgan er meiri og þrálátari en búist var við,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í viðtali við mbl.is. Telur hann mikilvægt að ná tökum á verðbólgunni en nýjasta mæling frá Hagstofu Íslands sýnir 7,2 prósenta verðbólgu.
„Mikilvægt er að ræða áhrif niðurstaðna kjarasamninga á verðbólgu. Það lögmál gildir enn og mun gera um ókomna tíð, að innistæðulausir kjarasamningar valda verðbólgu, enda tapa allir á því og lágtekjufólkið mest,“ sagði Halldór. Liggur það ljóst fyrir að bæði fyrirtæki og heimili tapa á verðbólgunni. Segir hann mikilvægt að stjórnvöld taki málið föstum tökum og verji heimilin í landinu.
viðtalið má lesa í heild sinni hér.