Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Halldór segir nær flesta eldri borgara fara á mis við háar upphæðir í hverjum mánuði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og einn stofnenda Flokks Fólksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að markvisst hafi verið komið í veg fyrir betri lífskjör eldri borgara á síðustu árum. Hann telur upp allar þær skerðingar sem eldri borgarar þurfa að þola. Hann lýsir þeim einfaldlega sem ósanngjörnum.

„Flestir stjórnmálaflokkar hafa gefið loforð fyrir kosningar um bætt kjör eldri borgara og kappkostað að lýsa hlýjum hug til þeirra, sem lögðu grunn að uppbyggingu og hagsæld þessa lands. Reyndin er hins vegar sú, að kjör þeirra sem minnst hafa, eru skert mest, með líkum hætti og kjör öryrkja eru skert. Markvisst er komið í veg fyrir að lífskjör þessara hópa hækki í samanburði við laun og lífsgæði annarra í landinu. Loforð flokka í ríkisstjórnum undanfarin 12 ár um bættan hag, hafa reynst orðskrúð og markleysa,“ segir Halldór.

Hann telur svo skerðingarnar lið fyrir lið:

„Skerðingarnar 1. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara eru skattlagðar sem almennar tekjur með allt að 45% skatti, þótt stór hluti af því fé, sem sjóðfélaginn á í viðkomandi lífeyrissjóði, hafi orðið til vegna vaxta og annarra hækkana fjármagns, og ætti því að skattleggjast sem fjármagnstekjur, þ.e. með 22% skatti.

2. Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) skerðast um 45% á móti lífeyrissjóðsgreiðslum umfram kr 25.000 á mánuði og vinnulaunum umfram kr. 100.000 á mánuði. Til viðbótar þeirri skerðingu á greiðslum frá TR, reiknast tekjuskattur á lífeyrisgreiðslurnar og vinnulaunin, þannig að skerðingin og skatturinn af greiðslum umfram frítekjumarkið geta numið allt að 81,9%. Hver er tilbúinn að vinna við þá ósanngirni gagnvart því sem ætti að vera grundvallaratriði hjá hverju lýðræðisþjóðfélagi; að fá að vinna til launa sér til bjargar frá fátækt og borga af því skatt eins og aðrir, en ekki til viðbótar með skerðingu, þannig að nær ekkert sé eftir?

3. Ofangreindar viðmiðanir um skerðingar hafa verið óbreyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísitölum og verðbólgu, þá ættu viðmiðunarfjárhæðir vegna frítekjumarks að hækka árlega miðað við það. Þessar óbreyttu skerðingar á greiðslum frá TR, eru því ekkert annað en lækkun á greiðslustöðu þessa fólks til lífsbjargar, þeirra sem minnst fá.

- Auglýsing -

4. Ákvörðun um að skerða með sama hætti desemberuppbót og sumarorlof, sem TR greiðir til eldri borgara, var skerðing. 2008 var samið um að allir fengju þetta sem uppbót á laun, tryggingargreiðslur og bætur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samninga, að skerðingum yrði viðhaldið árlega síðan?

5. Skattleysismörkin voru lækkuð um kr. 3.836 á mánuði, eins og reyndar var einnig gert á síðasta ári, í bæði skiptin án umfjöllunar, sem sannarlega bitnar mest á þeim sem minnst hafa og er því skerðing. Grunnlífeyrir hækkaði 1. janúar um 6,1% í kr. 266.033 á mánuði. Hækkunin var skilgreind 3,6%, miðað við óskiljanlegan útreikning hækkunar, líklega frá 2019, að viðbættri 2,5% hækkun, sem sambærilegir hópar fengu að lágmarki, vegna sömu hækkana á föstum aukatekjum ríkissjóðs og sveitarfélaga 2021, sem voru þó víða hærri, svo sem á sorphirðugjöldum og póstburðargjöldum. Hækkun TR frá 1. janúar 2021 reyndist vera um kr. 10.000 á mánuði, sem eftir skattlagningu og með lækkuðum persónuafslætti skilja eftir afgreiðslu TR, kr. 198.986, en hjá einstæðingum með heimilisuppbót kr. 245.270“

Allar ríkisstjórnir sekar

Halldór segir allar ríkisstjórnir frá hruni bera ábyrgð á þessu. „Þannig er viðhaldið stefnu ríkisstjórna frá hruni 2008 að lækka árlega verðgildi greiðslna TR og til viðbótar að viðhalda skattlagningu lágmarksgreiðslna til sárrar fátæktar. Hvernig getur það verið sanngjarnt samanborið við krónutöluhækkanir sem aðrir hafa notið árið 2020 eða við lífskjarasamninga þá og einnig þetta ár, ásamt öðrum launahækkunum?,“ spyr Halldór.

- Auglýsing -

Hann segir þetta gífurlega háar upphæðir samtals. „Samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn á Alþingi var meðalupphæð ellilífeyris og heimilisuppbótar árið 2017 kr. 241.250 á mánuði frá TR. Greiðslur þá án skerðinga hefðu kostað ríkissjóð 101,9 milljarða, en ríkissjóður greiddi út 66,9 milljarða í ellilífeyri og heimilisuppbót. Skerðingarnar spöruðu ríkissjóði því um 35 milljarða það ár. Þar af spöruðu skerðingarnar vegna lífeyrissjóðsgreiðslnanna líklega um 70% af þeirri upphæð eða um 24 milljarða. Hvað skyldi upphæðin hafa verið á síðasta ári, vegna áunninna réttinda eldri borgara, sem Alþingi með ólögum heimilar að séu teknar af lögbundnum sparnaði einstaklinga allt frá 1969? Getur verið að alþingismenn átti sig ekki á því hvernig kerfið er úthugsað með öllum þessum skerðingum, sem verður að breyta með lögum, ef við viljum búa í réttarríki, þar sem sanngirni ríkir?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -