Halldóra Mogensen um stjórnmálamenn í kosningaham: „Lofa öllu fögru til að halda völdum.”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Lofa öllu fögru til að halda völdum,” sagði Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, um stjórnmálamenn í kosningaham. Þetta sagði hún í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Halldóra bætti við að eftir kosningar hefði fólk mátt venjast því að loforðin standist ekki. Nefndi hún sem dæmi að allir flokkar hefðu lofað að enda krónu á móti krónu skerðingu en slíkt hafi enn ekki gerst.

Halldóra gagnrýndi þingflokka fyrir að efna ekki kosningaloforð. Þá sagði hún þá sjaldan standa við loforð og yfirleitt treysti þeir á gleymni almennings. Til að styðja mál sitt nefndi hún sameiginlegt loforð allra flokka sem sætu á þingi. Allir hafa þeir lofað að afnema krónu á móti krónu skerðingu öryrkja.

Halldóra beindi athygli að Klaustursmálinu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hún nauðsynlegt að uppræta samtryggingu sem ríki á þingi. „Enginn hefð er fyrir afsögn þingmanna og geta þeir því setið sem fastast. Þrátt fyrir skýran vilja almennings.” Halldóra vill meina að slík vinnubrögð grafi undan trausti og virðingu almennings.

Halldóra sagði stærsta svikna loforðið vera tillagan að nýrri stjórnarskrá. „Sjö árum seinna er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu nýrra ríkisstjórnar.”

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Ágúst Ólafur með dólgshátt

OrðrómurÁgúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingar, á erfitt uppdráttar þessa dagana. Þingmaðurinn er enn sakaður um kvenfyrirlitningu en...