Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Halldóra var myrt við Rauðhóla: „Ég held að hann Einar ætli að drepa mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þann 15. ágúst 1977 var Halldóra Ástvaldsdóttir sótt í vinnuna í síðasta sinn af fyrrverandi kærasta. Stefnan var tekin í átt að Rauðhólum, þar sem örlög þeirra beggja réðust.

Halldóra fæddist árið 1955 í Vestmanneyjum, en flutti á Stokkseyri þegar hún var unglingur. Vinir og vandamenn kölluðu hana iðulega Dóru og sögðu að hún hafi verið mjög skemmtilegur karakter og algjör töffari.

Árið 1972 varð vendipunktur í lífi Dóru þegar hún kynntist manni sem hét Einar. Dóra vildi skömmu síðar kynna manninn fyrir fjölskyldunni og vinum, sem tóku hins vegar fljótlega eftir því að það var eitthvað skringileg „orka“ frá honum.

Það leið ekki á löngu þar til Dóra fór að taka eftir því sama og fór að hafa miklar áhyggjur. Smátt og smátt fór hann að einangra hana frá vinum sínum og fjölskyldu og sýna henni mikla stjórnsemi. Hann setti hana í stofufangelsi.

Vildi ekki lengur vera með honum

Árið 1976 fluttu þau til Svíþjóðar saman. Fólk í kringum hana furðaði sig á því að hún hafi viljað fara með honum, en töldu að hún hafi haldið að hann myndi kannski breytast.

- Auglýsing -

Ári síðar koma þau í heimsókn til Íslands þar sem hún virtist hrædd og skelkuð, hann var þá búinn að sýna henni mikla stjórnsemi. Hún var svo hrædd við viðbrögð hans og sagði vinkonu sinni að hún vildi ekki vera með honum lengur og hvort að hún mætti fá að gista hjá henni.

Hún óttaðist viðbrögð hans.

Dóra tjáði honum að hún vildi ekki lengur vera með honum og að hún kæmi ekki aftur með honum til Svíþjóðar. Svo varð að Einar ákveður að fara einn til Svíþjóðar og hélt þá Dóra að hún væri hólpin.

- Auglýsing -

En allt kom fyrir ekki og ákvað Einar svo að flytja aftur til Íslands. Hann ætlaði ekki að láta hana Dóru fara frá sér og ætlaðið örugglega fá hana aftur.

Þegar hann kom til Íslands, byrjaði hann að ásækja hana.

Dag einn beið hún, ásamt vinkonu sinni eftir strætó þegar Einar keyrir að strætóskýlinu og skipar henni að koma með honum í bílinn. Dóra „panikaði“ og reyndi að komast undan. Sem betur fer kom strætó á réttum tíma og þær gátu farið inn. Þá tóku þær eftir því að Einar var að elta strætisvagninn. Þegar þær komu á Hlemm gátu þær skipt um strætó, án þess að hann hefði tekið eftir því og náðu að stinga hann af.

Dóra skalf af hræðslu og sagði við vinkonu sína: „Ég held að hann Einar ætli að drepa mig“. Vinkona hennar tók fullyrðingu hennar ekki bókstaflega, þótt hún vissi að einhver alvara lægi að baki.

Markar djúp spor 

15. ágúst 1977 rann upp og átti eftir að marka djúp spor í lífi fjölskyldu Halldóru.

Einar fór og sótti Dóru í vinnunna. Hann hafði þá tekið riffil frá fjölskyldunni sinni með skotum og haft hann með í bílnum þegar hann kom að sækja hana. Einar tók stefnuna að Rauðarvatni og beygði inn á Elliðarárvatnsveg. Þar nam hann staðar og reyndi að ræða við Dóru um sambandið.

Hann áttaði sig fljótlega á því að það væri til einskis. Einar fór fljótlega út úr bílnum, opnaði skottið og sótti riffilinn. Hann skaut hana í höfuðið í gegnum skottið á bílnum. Systir hennar skildi ekki af hverju hún hafi farið upp í bílinn í fyrstu, en hún hafi verið miklu skynsamari en svo.

Þegar lögreglan kom að bílnum sá hún að þar voru tveir einstaklingar. Ökumaður sem var alblóðugur, með riffill og aðra manneskju vafða inn í ullarteppi í farþegarsætinu. Lögreglan kannaði púlsinn á henni, en fann að það var ekkert lífsmark með henni.

Einar var þjakaður og sagði að hann hefði skotið unnustu sína. Hann sagði að hann hefði elskað hana svo mikið að hún vildi ekki að hún myndi lifa áfram án hans. Hann hefði skotið hana fyrst og svo skorið sig sjálfan.

Lögreglan tjáði fjölskyldu Dóru frá þessum hroðalega atburði, að Einar hefði drepið hana Dóru. Halldóra var 22 ára þegar hún lést og lagðist dauði hennar mjög þungt á fjölskylduna.

Hvaða mál Einar ætlaði að framkvæma er enn á huldu

Einar sagði við lögreglu að hann hefði ákveðið að drepa Halldóru fyrr um daginn. Lögreglan talaði um að Einar hefði haft mjög þrúgandi nærveru og að hann hefði eitthvað truflast. Þegar þessum yfirheyrslum lyki ætlaði hann sér að framkvæma eitthvað annað voðalegt, grunaði lögregluna.

Vinkona Halldóru var kölluð inn í Sakadóm Reykjavíkur til að vera lykilvitni í málinu og þurfti að sitja á móts við banamann bestu vinkonu sinnar. Hún sagði að þetta hefði verið eitt það erfiðasta sem hún hafi þurft að ganga í gegnum, að horfa á hann glottandi í sigurvímu á móts við hana.

Einar var í Sakadómi Reykjavíkur dæmdur til 14 ára fangelsisvistar. Hann sat þó aldrei af sér dóminn, vegna þess að hann tók sitt eigið líf, tveimur árum síðar. Vinkonu Dóru fannst það léttir.

Málið lagðist þungt á alla í fjölskyldunni. Móðir Halldóru sá aldrei aftur til sólar. Hún dó 20 árum síðar eftir mikla þjáningu. Var að sögn aldrei glöð, aldrei hamingjusöm, eftir morðið.

Systir Halldóru heitinnar vildi koma því á framfæri, eftir dauða hennar, að kúgun, ofríki og hótanir í sambandi sem þessu, beri að taka alvarlega. Þótt langt sé um liðið, þá stöndum við enn í þessum sporum að fólk er að kúga hvort annað.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lag sem heitir Ástarsaga og er eftir Megas. Megas samdi lagið árið 1987 og fjallar það um þennan hroðalega atburð.

Heimildir:

Ásgeir Erlendsson. 2014. Íslenskir ástríðuglæpir. Stöð 2. 27. apríl.

Myndband af Youtube.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -