Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Hallgrímur: Faðirinn lamdi son sinn í klessu og myrti móður hans

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sextán ári flúði hann heimili sitt. Daglega mátti hann þola barsmíðar af hendi föður síns og þegar drengurinn var aðeins 16 ára myrti faðir hans konu sína. Á flóttanum var honum rænt og seldur mansali og horfði nokkrum mánuðum síðar á vinkonu sína myrta. Þá mátti hann þola ítrekað kynferðisofbeldi.

Þetta eru svipmyndir úr lífi eins drengs. Skelfingaraugnablik úr lífi ungs manns. Hann heitir Uhunoma Osayomore er frá Nígeríu. Nú er hann á Íslandi eftir sex hræðileg ár í leit að frelsi. Hann er vinur Hallgríms Helgasonar, skálds. Drengurinn á fjölskyldu á Íslandi. Það býður hans vinna um leið og atvinnuleyfi er í höfn. Mál hans er til skoðunar og er ekki lokið, engu að síður á að senda hann úr landi, þolanda mansals. Það þykir mörgum hryllileg tilhugsun og ómannúðlegt. Hallgrímur er viss um að meirihluti Íslendinga séu móti brottvísun.

Frá því að Osayomore komst við illan leik til Íslands hefur leiðin legið uppá við. Hann fær hjálp og vináttu frá góðu fólki.

„Nú stendur semsagt til að vísa honum úr landi, og það þrátt fyrir að mál hans sé enn óútkljáð hjá dómstólum. Uhunoma er sem sagt enn eitt fórnarlamb okkar stífa og kalda kerfis,“

segir Hallgrímur og rekur svo skelfileg uppvaxtarár Uhunoma.

„Árið 2016 flúði hann heimili sitt í Nígeríu, 16 ára gamall, eftir að faðir hans myrti móður hans og gekk daglega í skrokk á drengnum. Hann lenti á flækingi og endaði í höfuðborginni Lagos þar sem þrælasalar komust yfir hann og seldu hann mansali. Allt í einu var hann staddur í farangursrými rútu á leið úr landi.

- Auglýsing -

Sú ferð var mikil martröð eins og flestir flóttamenn vitna um. Líbýa var mesta helvítið, þar rakst hann um í 7 mánuði og mátti þola að horfa upp á góðgerðakonu sína myrta, var haldið föngnum í fjárhúsi, var látinn túlka fyrir pyntingar á sínum eigin löndum og mátti svo þola ítrekað kynferðisofbeldi.“

Yfir Miðjarðarhafið, hinni votu gröf þar sem á svörtum botninum má finna þúsundir ofan á þúsundir drauma um frelsi og öryggi, sigldi drengurinn yfir ásamt tvö hundruð öðrum á flekaskútu. Þrengslin voru slík að við minnstu hreyfingu var hætta á að falla í hafið. Fimm sukku niður á botn.

„Við tóku 3 ár í flóttamannabúðum með enn frekari niðurlægingu og vonleysi, ofbeldi og kynferðisofbeldi,“ segir Hallgrímur. „Þessi drengur hefur þolað svo margt, og margt má lesa úr augum hans. Það var svo fyrir röð tilviljana sem hann endaði hér haustið 2019. Síðasta vetur mátti hann þola í kulda og tilfinningakulda í flóttamannabúðunum á Keili.“

- Auglýsing -

Uhunoma óttaðist allan tímann að vera sendur úr landi. Kvíðinn bjó um sig í brjóstinu og tók yfir alla hugsun.

„Hann var orðinn mjög illa haldinn, þegar gott fólk tók hann að sér hér í Reykjavík fyrir mikla miskunnsemi. Mál hans hefur verið rekið í kerfinu og farið nokkrum sinnum fyrir kærunefnd útlendingamála, ég kann þá sögu ekki í þaula, lagatæknin er flókin. […] Nú á semsagt að vísa honum Uhunoma, fórnarlambi mansals og kynferðisofbeldis úr landi, vísa brotinni sál aftur í þær aðstæður sem brutu hann.“

Hallgrímur segir slíkt ekki aðeins ólöglegt, hann fullyrðir að meirihluti Íslendinga séu sammála honum. Þá dreymir hinn unga mann um að verða Íslenskur ríkisborgari og þá býður hans vinna um leið og atvinnuleyfi liggur fyrir.

„Svona mál koma endalaust upp hjá okkur, það virðist ekkert breytast, sama þótt ráðherrar lofi öllu fögru og sama hver er í stjórn. Síðasta vörnin er því jafnan sú að fara með málið í fjölmiðla, og það gerum við nú, við sem þekkjum til málsins. Sýnið endilega stuðning í verki og skrifið undir nýstofnaða undirskriftasöfnun:

BJÖRGUM UHUNOMA!

„Hann þarf ekki brottvísun heldur sálgæslu, öryggi og vinsemd.“

Nú hefur verið hafin undirskriftasöfnun en skrifa má undir hér. Þar segir:

„Eftir rúmt ár á Íslandi hefur Uhunoma eignast nýtt líf og ástríka fjölskyldu og vini, sem er eitthvað sem hann hefði ekki getað ímyndað sér fyrir örfáum árum síðan. Hann á heimili með Íslenskri fjögurra barna fjölskyldu og á vini sem geta ekki hugsað sér að missa hann úr lífi sínu og í þær hræðilegu aðstæður sem bíða hans á Ítalíu eða Nígeríu.“

Þá kemur einnig fram: „Sótt var um tímabundið atvinnuleyfi fyrir Uhunoma, sem var hafnað, en hans bíður atvinna um leið og leyfi fyrir hann fæst til að vinna hér á landi.“

Stjórnvöld ætla að vísa Uhunoma úr landi, þó málsmeðferð sé ekki lokið. Svo þetta sé nú einfaldað: Vísa á þolanda mansals úr landi og senda hann í skelfilegar aðstæður.

Hallgrímur Helgason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -