Sunnudagur 13. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Hallgrímur Helgason: Samherjamenn ættu að leggja í langa afsökunarferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherji hefur ekki beðið rithöfundinn Hallgrím Helgason formlegrar afsökunar á framferði skæruleiðadeildar útgerðarrisans og segir Hallgrímur augljóst að yfirlýsing á vefsíðu fyrirtækisins í gær hafi átt að vera eins konar hlaðborð.

„Nei, ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni enda hefur þetta átt að vera svona eitt yfir alla. Þetta hefur átt að vera hlaðborð. Mér finnst að áður en Samherji biður okkur rithöfunda, fréttamenn, fjölmiðla og almenning afsökunar hér heima þá ættu þeir fyrst að fara til Namibíu þar sem hálf ríkisstjórnin hefur setið í gæsluvarðhaldi þeirra vegna og þjóðin farið út á götur til að mótmæla.“

 

Namibíumenn eiga um sárt að binda.
Til Kýpur, Noregs og Færeyja

„Þeir ættu því næst að elta slóð sína til Kýpur og biðja fólkið þar afsökunar á því að hafa misnotað tóma skúffu í miðborginni. Svo ættu þeir að fara til Noregs og biðja fólk afsökunar þar fyrir að hafa misnotað þjóðarbankann þeirra og fara svo til Færeyja og biðjast afsökunar á því að hafa ekki borgað sína skatta þar og fyrir að hafa verið að blekkja þarlend yfirvöld.“

Afsökunarbeiðni í Karabíahafið

„Síðan ættu þeir að þræða sig eftir eigin völundarhúsi alla leið í Karíbahafið og í skattaskjólin sín þar og biðjast afsökunar á því að hafa falið kvótagróðann sinn á þeim saklausu eyjum,“ segir Hallgrímur jafnframt og heldur áfram. „Svo ættu þeir að fljúga beint norður úr Karíbahafinu og fara norður í Eyjafjörð og biðja starfsfólkið sitt í frystihúsinu á Dalvík afsökunar á því að hafa kennt þeim um þetta allt saman. Þá fyrst geta þeir komið suður yfir heiðar og byrjað að biðjast afsökunar hér í höfuðborginni. Þá skulum við taka þeim fagnandi,“segir rithöfundurinn og listamaðurinn Hallgrímur Helgason.

Ráðherrann frá ríkisstjórnarborðinu

„Að lokum legg ég til að Samherji dragi ráðherra sinn frá ríkisstjórnarborðinu,“ klykkir Hallgrímur út með, en segir aðspurður að óþarft sé að vísa til nafns ráðherra. „Það segir sig sjálft. Ég þarf ekki að nefna það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -