• Orðrómur

Hallgrímur segir Brynjar meira sníkjudýr en Bubba

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka.“

Þetta skrifaði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í svari sínu til tónlistarmannsins Bubba Morthens. En Bubbi kallaði nýverið eftir því að þingmenn myndu bregðast við árásum Samherja á sjónvarpsmanninn Helga Seljan.

Þessi ummæli Brynjars hafa vakið athygli, meðal annars hjá rithöfundinum Hallgrími Helgasyni.

- Auglýsing -

En nú fyrr í dag birti Hallgrímur eftirfarandi samanburð á Brynjari og Bubba á Facebook síðu sinni.

BUBBI vs. BRYNJAR 2013 – 2021.

BUBBI: 67 lög, 4 plötur, 3 ljóðabækur, 256 tónleikar, 79 laxar, 1 söngleikur, 15 aðsendar greinar.

- Auglýsing -

BRYNJAR: þingmaður, 0 lög, 0 frumvörp, 0 fyrirspurnir, 5 ræður, 23 aðsendar greinar, 342 komur í Bítið á Bylgjunni.

Laun frá ríki:

BUBBI: 38,4 M

- Auglýsing -

BRYNJAR: 115,2 M

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -