Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hallgrímur segir þögn RÚV óskiljanlega: „Hvar er fréttamennskan, og já, mennskan, RÚV?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hallgrímur Helgason rithöfundur undrast á því á Facebook að sjónvarpsfréttir RÚV hafi verið eini fjölmiðillinn sem fjallaði ekki um mál unga Nígeríumannsins Uhunoma. Hann flúði þrældóm til Íslands en Útlendingastofnun vill senda hann til baka.

Sjá einnig: Hallgrímur: Faðirinn lamdi son sinn í klessu og myrti móður hans

„Björgum Uhunoma! – Það tók aðeins þrjá daga að safna 30.000 undirskriftum til stuðnings þessum unga flóttamanni frá Nígeríu þar sem skorað er á stjórnvöld að veita honum vernd og dvalarleyfi. Þessi frétt fór hátt á netmiðlum og mynd af Uhunoma gekk „viral“ hjá unga fólkinu á Instagram eftir að helstu rapparar landsins komu henni á flug. Maður var nánast klökkur yfir öllum þessum jákvæðu viðbrögðum,“ segir Hallgrímur en hann vakti athygli á máli hans.

Hannn segir þetta óviðunandi. „ Klárt er að þjóðin býður Uhunoma velkominn. En hið kalda kerfi okkar segir nei og nú stendur til að vísa honum úr landi, sem yrði ekkert annað en risavaxið sjokk fyrir mann sem nú þegar er margbrotinn af áföllum. Stjórnvöld geta ekki og mega ekki gera slíkt við fórnarlamb mansals og kynferðisofbeldis. Hér er mannslíf í hættu,“ segir Hallgrímur.

Hann segir viðbrögð RÚV hafa komið sér á óvart. „Athygli vekur að nær allir fréttamiðlar landsins hafa fjallað um málið, nema sjónvarpsfréttir RÚV. Hvað veldur? Eru sjónvarpsfréttir í kerfishöndum?  Því miður minnumst við þess of vel: Ein helsta umfjöllun Sjónvarpsins í Kedhr málinu á sínum tíma var drottningarviðtal við fulltrúa Útlendingastofnunar þar sem hann notaði tækifærið til að væna fjölskylduna og lögmann hennar um lygar.  Hvar er fréttamennskan, og já mennskan, RÚV?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -