Fimmtudagur 6. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Hallur Gunnar strauk úr Vesturbænum: Auglýst var eftir honum í útvarpinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hallur Gunnar Erlingsson Reyndal var aðeins þriggja ára þegar hann var fyrst til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í febrúarmánuði árið 1964 fjallaði Þjóðviljinn um ævintýralegt strok Halls Gunnars af gæsluvelli í Vesturbænum. Guttinn fór víða um bæinn, nokkurra kílómetra leið í leit að heimili sínu. Lýst var eftir Halli Gunnari í útvarpi og fjölmargir borgarbúar voru uggandi og óttuðust hið versta. Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu til þegar útvarpið flutti þjóðinni mikil gleðitíðindi.

Fimmtíu og sjö árum síðar er aftur leitað að Halli. Rétt eins og árið 1964 skaut hann þjóð sinni skelk í bringu. Skotið hafði verið á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar og þjóðin var slegin óhug. Byssumaður gekk laus.

Hallur Gunnar var handsamaður og aftur fagnaði þjóðin að Hallur væri fundinn en sú gleði var á öðrum forsendum.

Eitt sinn glöddust landsmenn að lítill þriggja ára drengur kæmist aftur í fang móður sinnar. Nú varpaði þjóðin öndinni léttar að Hallur, grunaður um að vera óði byssumaðurinn með ægilega fortíð, sat á bakvið lás og slá, þessi fyrrverandi lögregluþjónn og barnaníðingur sem hafði fengið uppreist æru fyrir sín skelfilegu ódæðisverk.

Í þessari nærmynd verður fjallað um Hall Gunnar Erlingsson Reyndal, fyrrverandi lögregluþjón, barnaníðing og byssumann. Hann sat í gæsluvarðhaldi en losnar í dag.

Þetta er brot úr nærmynd um Hall Gunnar en hana má finna í heild sinni hér.

- Auglýsing -

Strok hljóp í snáðann

Aðeins þriggja ára gamall er Hallur Gunnar fyrst til umfjöllunar í fjölmiðlum. Árið er 1964 og þó Þjóðviljinn sé aðeins 12 síður er málgagn Sósíalista í fullu fjöri, fréttirnar áhugaverðar og spriklandi skemmtilegar en þess má geta að blaðinu var lagt árið 1992.

- Auglýsing -

Á baksíðunni 19. febrúar er fjöldi merkilegra tíðinda og þarna kennir ýmissa grasa. Íbúar í Þorlákshöfn eru illir vegna hafnarframkvæmda og flugmálasamband Norðurlands er stofnað. Þá verður ekki hjá því komist að rifja upp er eldri maður og lítill frændi hans lentu í hremmingum í Háskólabíó. Í miðri sýningu uppgötvaðist að litli kútur var lasinn. Þeir fengu hvergi að fara enda stranglega bannað í Háskólabíó að hleypa fólki út í miðri sýningu. Neyddust þeir til að dúsa í kvikmyndahúsinu þar til tjaldið féll.

Allt var þetta og fleira til umfjöllunar á baksíðu Þjóðviljans. Neðst á síðu 12 lesum við um kjörna fulltrúa er þáðu boðsferð gæslunnar til að skoða Surtsey. Á meðan þingmenn flugu yfir sótsvörtu nýju landi þann 18. febrúar fékk Hallur Gunnar 3 ára nóg af vist sinni hjá fóstrum á Drafnaborg í Vesturbænum. Hann laumaði sér af gæsluvellinum og setti stefnuna á miðbæinn, þaðan upp í holtin, í áttina að Barónsstíg 65. Eitt og annað freistaði hans á leiðinni svo á meðan flóttanum stóð var útvarpið komið í spilið. Í blaðinu segir:

„Hann heitir Hallur Gunnar Erlingsson. Ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að boða út leitarflokk með tilkynningu í útvarpinu.“

Þetta er brot úr nærmynd um Hall Gunnar en hana má finna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -