Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hallur missti 100 kíló: „Hún vildi ekki sjá mig bara drepa mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var tilbúinn að drepast étandi snakkið mitt, það var í rauninni ekki fyrr en mamma var skælandi yfir mér,“ segir Hallur Örn Guðjónsson í hlaðvarpsþættinum 10 bestu með Ásgeiri Ólafs. En Hallur var orðinn 200 kíló þegar móðir hans grátbað hann um að taka sig á.

Hallur Örn

Hallur Örn er 37 ára gamall, fæddur og uppalinn á Akureyri: „Ætli flestir þekki mig ekki sem feita ruslakarlinn sinn hérna á Akureyri, en síðan fór ég og reyndi fyrir mér í einhverri frægð fyrir sunnan, í einhverjum þáttum, keppninni Leitin að Strákunum,“ segir Hallur.
Það voru þeir Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi, eins og flestir þekkja hann, sem stýrðu þáttunum, Leitin að Strákunum, sem Hallur sigraði árið 2007.
Markmið þáttarins var að uppgötva næstu sjónvarpsstjörnu Íslands. Aðspurður hvernig hafi gengið segir Hallur: „Ég meina ég vann, þannig það gekk vel. En síðan fór þetta bara eitthvað út í buskann og varð ekkert úr þessu í rauninni þannig ég er svona milli þess að vera þarna „never was“ og „has been,“ einhvers staðar fastur í limbói þar á milli,“ segir hann kíminn.

Í viðtalinu segir Hallur frá örlagaríku samtali við móður sína sem gerbreytti lífi hans.

„Ég hef alltaf vitað að ég væri feitur og að þetta væri slæmt og ég myndi deyja yngri og allt þetta. En ég var meira kominn á þannig stað, mér er skítsama, það er bara þannig,“ segir Hallur.
Eftir samtal við móður sína ákvað hann hins vega að snúa við blaðinu: „Hún mamma mín settist niður fyrir framan mig og var bara grátandi að biðja mig um að gera eitthvað í mínum málum því ég var orðinn 200 kíló. Hún vildi ekki sjá mig bara drepa mig.
Ég reifst við hana eins og algjör skíthæll, ég var bara skíthæll við mömmu mína sem hafði ekki gert neitt af sér nema þykja vænt um mig. En stuttu seinna sá ég að mér og bara ákvað að prufa það. Prufa þetta ketó mataræði.“

„Ég get ekki lengur klætt mig í sokka, get ekki reimað skóna mína“

Nú tæpum tveimur árum síðar er Hallur 100 kílóum léttari og hefur ekki tekið einn svindl dag síðan hann byrjaði á ketó: „Ég sé ekki fram á að ég hætti nokkurn tímann á þessum lífsstíl, þegar ég er kominn í það form sem ég vill vera í mundi ég kannski leyfa mér einstaka svindl dag, ég hef ekki gert það frá því ég byrjaði. Ég hef ekki svindlað stakan dag, bara haldið mér við þetta, af því ég hugsaði bara ef þú ætlar að gera eitthvað gerðu það af heilum hug, það bara flækir hlutina að vera með svindl dag hér og þar. Ég sé ekki hvernig það virkar, það er bara að setja upp meiri hættu að þú fallir,“ segir Hallur.

Hallur Örn er búinn að missa 100 kíló

Hann segist þó hafa byrjað rólega og setti sér fyrst það markmið að borða eftir ketó mataræði í mánuð og sjá hvaða áhrif það hefði.
Hallur segir mánuðinn ekki hafa verið liðinn þegar hann var búinn að venjast mataræðinu. Á þessum mánuði fór hann að sjá breytingar hjá sér: „Bara eins og það er ekki orðið jafn erfitt að klæða sig í sokka og svona hlutir sem þú varst búinn að sætta þig við að þú gætir ekki lengur,“ segir hann.

- Auglýsing -

En eins og Hallur sagði, var hann ungur maðurinn búinn að sætta sig við þær hömlur sem þyngdin setti honum við athafnir daglegs lífs:

„Þegar maður fitnar svona, þetta gerist yfir mörg ár þá bara einhvern veginn sættir þú þig hægt og rólega við hvert skrefið á eftir öðru skilurðu, þangað til þúst heyrðu ég er farinn að þurfa setjast niður til að pissa, æj það er bara eðlilegt ég lifi lífinu bara svona. Ég get ekki lengur klætt mig í sokka, get ekki reimað skóna mína og allt þetta. En síðan fór þetta hægt og rólega að tikka til baka maður áttaði sig ekki á því nema bara svona skref fyrir skref, vó ég get reimað á mig skóna, hvað er að gerast, nýtt líf.“

Hallur segir að þessi smá árangur hafi gert það að verkum að hann langaði að halda áfram og léttast meira: „Mig langar svona einu sinni að vera eðlilegur, ekki vera feiti gaurinn í herberginu, þannig ég ætla bara halda þessu áfram,“ segir Hallur.

- Auglýsing -

Hallur stefnir á að komast í kjörþyngd og líta eðlilega út, eins og hann orðar það sjálfur. „Það krefst þess reyndar alveg örugglega að ég þurfi þá að fara í einhverjar aðgerðir til að losa mig við skinn. Því núna lít ég út eins og Sharpey hundur, þúst með svona hangandi auka skinn utan á mér,“ segir Hallur glottandi.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -