Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Hamas tóku myndband af sér myrða gamla konu og birtu á Facebook: „Við öskruðum af skelfingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Frænka mín hringdi í mömmu í miklu uppnámi og sagði: opnaðu Facebook, opnaðu Facebook. Mamma gat ekki opnað það því hún skalf öll svo að ég opnaði það. Á símanum  mínum sá ég það versta sem hægt að hugsa sér,“ segir ung ísraelsk kona sem varð vitni af hrottalegum glæp hryðjuverkasamtakanna Hamas.  Samtökin höfðu ráðist inn á heimili ömmu hennar, myrt hana og tekið af því myndband sem þeir svo birtu á Facebook-síðu aldraðrar konunnar.

„Amma mín lá á gólfinu á heimili sínu þar sem hún var myrt. Allt gólfið var þakið blóði, amma mín lá þarna. Hryðjuverkamennirnir höfðu tekið símann hennar, tekið myndband af henni og settu það á Facebook vegginn hennar! Þannig komumst við að því að hún hafði verið myrt. Við öskruðum af skelfingu og þetta var það hræðilegasta sem hægt er að hugsa sér. Þetta er fast í huga okkar og verður það alltaf.“ Átök á svæðinu halda áfram en samkvæmt erlendum fréttamiðlum hafa minnst 1.200 Ísraelsmenn verið myrtir. Stríðið virðist vera að breiðast út til nágrannalanda og hefur fjölda eldflauga verið skotið á milli Ísraels og Líbanon. Þá hafa rúmlega þúsund Palestínumenn verið myrtir og rúmlega fimm þúsund særst.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hen Mazzig (@henmazzig)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -