• Orðrómur

Hamfarahlýnun á Norðurslóðum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er ekki bara á Íslandi sem jöklar og ís bráðna í hitanum því á Norðurslóðum stefnir í metbráðnun nú þegar leifarnar af hitabylgjunni í Evrópu ganga yfir Grænland og Norðurheimskautið.

Washington Post fjallaði um málið og segir að veðurfar í ár hafi verið með þeim hætti að búast megi við gríðarlegri bráðnun á öllu svæðinu næstu daga. „Það lítur út fyrir að stórviðburður sé að eiga sér stað á Norðurheimskautinu,“ segir Zack Labe, vísindamaður við Kaliforníuháskóla.

Aðstæður á Norðurslóðum minna vísindamenn um margt á árið 2012 þegar íshellan á Norðurheimskautinu bráðnaði óvenjulega hratt og mældist í lok þess sumars í sögulegu lágmarki. Það sama gerðist á Grænlandsjökli og var talað um hamfarahlýnun í því samhengi. Hvort nýtt og óæskilegt met verði slegið í ár kemur í ljós í september en gervihnattamyndir gefa vísbendingar um að svo verði.

En það er ekki bara bráðnun íss sem veldur áhyggjum því aldrei áður hafa kviknað jafnmargir gróðureldar á Norðurslóðum og hafa yfir 100 slíkir verið skrásettir undanfarna tvo mánuði. Júnímánuður var sá hlýjast sem mælst hefur í Alaska og hafa yfir 800 þúsund hektarar lands orðið eldi að bráð. Á afskekktum svæðum Síberíu hefur gróðurelda einnig orðið vart.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -