Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Hamingjusamar kýr í Gunnbjarnarholti – Hrein vara frá Hreppamjólk

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Við erum virkilega þakklát hvað fólk hefur tekið vel í þetta,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, framkvæmda og markaðsstjóri, Hreppamjólkur í samtali við Mannlíf. Afurðin Hreppamjólk kemur frá Fjölskyldubúinu Gunnbjarnarholti. Mikið er lagt upp úr velferð kúnna og þess gætti að þær njóti besta atlætis og aðbúnaðar sem völ er á.

Margrét Hrund Arnarsdóttir. Mynd af Facebook síðu Margrétar.

Hreppamjólk er gerilsneydd og ófitusprengd úrvalsmjólk, er hrein vara og eins nálægt upprunanum og hægt er. Allar vörurnar eru unnar úr mjólk sem framleidd er á Fjölskyldubúinu. Þær eru allar upprunamerktar og hægt að rekja beint í Gunnbjarnarholt.

Fyrstu vörunar frá Hreppamjólk komu á markað 17. desember 2021 og var fyrst um sinn  boðið upp á þrjár vörutegundir, Hreppamjólk, bakaða Hreppajógúrt og Hreppó sem er bragðbættur mjólkurdrykkur. En nú hefur rjómaís, íspinnar og ískaffi bæst í hópinn. Fyrirhugað er að bæta einnig rjóma við vöruúrvalið á næstunni.

Hreppamjólk er seld í lausu í sjálfsala í Krónunni Lindum til að byrja með. Með því leggja þeir sitt af mörkum til að hvetja fólk til að nota fjölnota umbúðir og halda mjólkinni eins ferskri og hægt er. Hreppamjólk er einnig fáanleg á flöskum í versluninni Me og Mu á Garðatorgi í Garðabæ, Litlu Bændabúðinni á Flúðum og verslun Landstólpa í Gunnbjarnaholti.
Öllum notuðum glerumbúðum frá Hreppamjólk má skila í Joserabúðina í Ögurhvarfi 2.

Sjá heimasíðu hjá Hreppamjólk. 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -