Handspritt er orðinn staðalbúnaður á öllum heimilum heimsins, eða ætti að vera það amk. Neytendavakt man.is skoðaði algenga gerð af handspritti og bar saman verð.
Antibac 85% handspritt með pumpu 600 ml.
Verð: 1.255 kr.
Heimkaup
Dúx – Gerildeyðir handspritt 70% 600 ml. Athugið að á heimasíðu Heimkaupa er tekið fram að pumpur á á þessum brúsa séu ekki til hjá framleiðanda og er því brúsinn án pumpu.
Dúx – Gerildeyðir Handspritt 85% 600ml
Það eru sennilega allir orðnir sérfræðingar í handþvotti en góð vísa er aldrei of oft kveðinn. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga:
- Áhrifaríkast er að sprittið innihaldi að minnsta kosti rúmlega 70% alkóhól. Ef alkóhólmagnið er 90% eða meira er hins vegar hætta á að það gufi upp áður en það gerir sitt gagn.
- Hvort sem hendur eru hreinsaðar með vatni og sápu eða með handspritti þarf að bleyta alla fleti handar og nudda vel til að fjarlægja sem mest af óhreinindunum. Slíkur þvottur tekur að minnsta kosti 20-30 sekúndur. –
- Ágæt þumalputtaregla er að þess háttar handþvottur taki sama tíma og það tekur flesta að syngja lagið „Ég á afmæli í dag“ í tvígang.