Föstudagur 13. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hanna Gréta í Fjöll og viðhengi: Með kvíðahnút í maganum eftir að félagar í hópnum fóru að greinast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þrír gönguvinir í gönguhópnum Fjöll og viðhengi greindust með krabbamein í fyrra. Það er hátt hlutfall í svo litlum hópi. Þegar ég fékk fréttirnar af þeirri þriðju þá var það fyrsta sem mér kom í huga að við yrðum að gera eitthvað; hvetja fólk að fara í krabbameinsskoðanir og styrkja gott málefni. Hugmyndin kom svo í göngu á Úlfarsfelli í lok janúar á þessu ári. Við vissum að þessar vinkonur vildu ekki einhverja söfnun fyrir þær sjálfar þannig að það kom ekki til greina. Þessir einstaklingar hafa leitað til Ljóssins og deilt með okkur því frábæra starfi sem þar er. Ég sjálf hef í nokkur ár fylgst með þeirra starfsemi í gegnum vini og kunningja og það kom bara ekki annað til greina en að styðja þeirra starf,“ segir Hanna Gréta Pálsdóttir sem stendur á bak við gönguhópinn.

Það sem við getum gert er að styðja við bak vina okkar og vera til staðar.

„Við fundum allar fyrir miklum vanmætti og vorum oft með kvíðahnút í maganum eftir að félagar í hópnum fóru að greinast. Fyrir mig þá gerði ég mér grein fyrir hvað þessi hópur, Fjöll og viðhengi, skiptir mig miklu máli og hvað allir er orðnir miklir vinir mínir í dag. Þetta hefur þjappað hópnum saman. Það er ekki í okkar valdi að gera neitt sem veitir lækningu við slíkum veikindum. Það sem við getum gert er að styðja við bak vina okkar og vera til staðar. Við vildum gjarnan gera eitthvað aðeins meira og þá kom þessi hugmynd um að nýta göngurnar til að safna peningum til að styrkja Ljósið.“

Göngurnar verða dagana 26. til 29. maí: 26. maí: Helgafell, Valaból og Valahnúkur í Hafnarfirði, kl. 10.00. 27. maí verður það Vífilsstaðavatn kl. 17.30. 28. maí verða það þrír tindar í Mosfellsdal kl. 10: Helgafell, Reykjafell og Æsustaðafjall. Svo er það fjölskylduganga í Laugardalnum og nágrenni 29. maí kl. 13 þar sem göngufólk kemur til með að koma í lokin saman í portinu hjá Ljósinu við Langholtsveg.

Það kostar ekkert að taka þátt en við hvetjum fólk að leggja inn á reikning Ljóssins.

„Viðburðinn verður að finna á Facebook-síðunni Gengið til sigurs. Þar er að finna allar upplýsingar um hvar og hvenær á að mæta og við viljum gjarnan sjá sem flesta mæta. Ef fólk hefur ekki tök á að koma og ganga með okkur þá hvetjum við fólk samt sem áður til að fara að ganga, taka mynd, setja á Instagram og merkja #gengið til sigurs. Það kostar ekkert að taka þátt en við hvetjum fólk að leggja inn á reikning Ljóssins.“

Það er vitað að göngur og hreyfing hafa góð áhrif á líkama og sál. „Við sem hópur höfum oft talað um það hvað maður endurnærist við að fara út að ganga þó það geti stundum verið mikið átak að koma sér af stað. Að vera hluti af hóp gerir manni bara gott þar sem fólk er að deila sama áhugamáli; Útivist.“

Hanna Gréta Pálsdóttir

- Auglýsing -

Fjölbreyttar og hæfilega erfiðar

Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetrartímann eða frá september fram í maí. „Svo förum við í eina lengri göngu að sumri. Fyrir utan að hittast og ganga saman höfum við gaman af að hittast og spjalla um göngur og ferðalög. Viðhengin okkar eru fjölskylda og vinir, og jafnvel vinir vina, sem við bjóðum með okkur. Markmið er að hafa göngurnar fjölbreyttar og hæfilega erfiðar þannig að allir geti verið með. Við bjóðum alla velkomna og njótum þess að vera saman. Við deilum reynslu, fróðleik og skemmtilegum gönguleiðum eða öðru sem okkur liggur á hjarta hverri stundu. Við erum ekki með markmið að sigra hæstu tinda eða afreka eitthvað stórkostlegt.“

Markmið mitt er alltaf að hvetja fólk til að fara út að ganga.

Hanna Gréta hefur stundað göngu frá 2010 og verið hluti af mörgum gönguhópum. „Markmið mitt er alltaf að hvetja fólk til að fara út að ganga og það þarf ekki alltaf að ganga langt. Ég og sonur minn höfum verið mikið að ganga saman síðan þá og verið dugleg að kveikja áhuga annarra í fjölskyldunni að koma með; sérstaklega ungar frænkur.

- Auglýsing -

Göngur er mín líkamsrækt. Ég fer úr að ganga tvisvar til þrisvar sinnum í viku hvort sem það eru stuttar eða lengri göngur. Þegar ég byrja að ganga þá fara alltaf fyrstu 15 mínúturnar hjá mér í að hreinsa hugann eins og að klára að gera upp daginn. Eftir það finn ég ró og get farið að einbeita mér að umhverfinu. Ég hef mjög gaman af því að ganga í hóp og sækist í þann félagsskap.“

Hanna Gréta Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -