Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Hanna um fótboltaauglýsinguna: „Kvenfyrirlitning er rótin að þeim faraldri sem kynferðisofbeldi er“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir að „í Kastljósi kvöldsins var rætt um þá afhjúpun á kynferðisbrotum og öðru ofbeldi gegn börnun í Lauganesskóla fyrir áratugum, svívirðilegri yfirhylmingu, þöggun og afneitun á ofbeldinu.“

Bætir þessu við:

„Fólk undirstrikar mikilvægi þess að varpa ljósi á kynferðisbrot, að rjúfa þögnina, að trúa þolendum og að samfélagið bregðist við. Þetta er einn angi samtalsins í samfélaginu í dag.“

Hanna nefnir að „á sama tíma er reynt að grafa undan rödd þolenda með því að „taka niður“ vettvanginn sem þær fengu til að segja frá ofbeldinu. Í fréttatímanum í kvöld var fjallað um rándýra glænýja auglýsingu um íslenskan fótbolta, þar sem konur fá sviðið í 12% tímans í auglýsingunni.“

Og Hanna er ekki sátt við það:

„Þetta er annar angi samtalsins. Kvenfyrirlitning er rótin að þeim faraldri sem kynferðisofbeldi er. Fólk hefur áhyggjur af lýðræðinu í landinu vegna þess að fjölmiðill fór á hausinn. Ég hef áhyggjur af lýðræðinu því það er ekkert lýðræði án jafnréttis.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -