Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hannes Hólmsteinn segist hafa deilt við Davíð Oddsson: „Honum fannst ég of hlynntur ríka fólkinu”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er gestur í áður óbirtum hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Þar segist hann ekki alltaf hafa verið sammála einum besta vini sínum, Davíð Oddssyni þegar kom að Baugsmálinu og almennt þegar kemur að málum auðmanna.

Þegar Sölvi spyr Hannes út í Davíð Oddsson og Baugsmálið segir Hannes:

„Kannski var það eitt af málunum þar sem ég var ekki alltaf sammála Davíð. Ég hef hvergi sagt þetta áður, en það sem hann deildi á mig og ég deildi á hann var að honum fannst ég of hlynntur ríka fólkinu og þá getur þú sagt þér það sjálfur að ég hafði meiri samúð með mönnum eins og Jóni Ásgeiri heldur en Davíð. Svo skammaði ég Davíð stundum fyrir að gefa ekki alveg nóg af sér gagnvart fjölmiðlamönnum eins og þér til dæmis. Hann dró sig meira í skel en ég hefði viljað af því að hann er það skemmtilegur og góður í að segja frá,” segir Hannes og bætir svo við að hann hafi verið ánægður með ummæli Jóns Ásgeirs í viðtali hjá Sölva.

„Ég var ánægður með að Jón Ásgeir hafi bent á það í þættinum hjá þér að ég hafi skrifað gott yfirlit um það hvað útlendu bankarnir og stjórnvöld erlendis hirtu eignir á smánarverði af bönkunum.”

Í viðtalinu rifjar Hannes upp tvö mismunandi tilfelli þar sem Hann, Davíð og Kjartan Gunnarsson fór út að borða á Hótel Holti, með þrjátíu ára millibili.

„Davíð er enn einn af mínum bestu vinum og við erum alltaf í nánu sambandi og höfum verið í gegnum tíðina. Ég mundi það einmitt fyrir viðtalið hjá þér þegar við Davíð sátum saman í kvöldverð fyrir næstum því nákvæmlega 30 árum síðan. Þá sátum á Hótel Holti til að fagna því að Davíð var að mynda sína fyrstu ríkisstjórn. Við sátum þarna ég, Davíð, Kjartan Gunnarsson, Björn Bjarnason og eiginkonur þeirra þriggja. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld og okkur leið svolítið eins og við hefðum sigrað heiminn.

- Auglýsing -

Svo líða nokkuð mörg ár og aftur hittumst við á sama stað árið 2009 og það er á bakvið það svolítil saga. Ég átti erindi niður í bæ og þá var þar mótmælafundur vegna Icesave samninganna og ég tók mér þar stöðu eins og hver annar. Þá sér einn fréttamaður mig í röðinni og vildi taka við mig viðtal þar sem ég myndi útskýra af hverju ég var á móti Icesave samningunum. Við förum að Dómkirkjunni, en þar var gerður aðsúgur að mér og byrjað að kasta í mig alls kyns hlutum. Það var einkennilegt að verða fyrir þessu í okkar ofbeldislausa landi. Ég veit ekki hvort þau hafa haldið að ég bæri ábyrgð á bankahruninu, en svo var líka áhugavert að allir aðrir sem sáu þetta sátu bara hjá og enginn gerði sig líklegan til að hjálpa mér, heldur tóku þetta bara upp á símana sína. Mér tókst að komast við illan leik inn í Alþingishúsið og átti fótum mínum fjör að launa. Skömmu eftir þetta hringir síminn og það er Davíð Oddsson, sem hafði séð hvað ég var grátt leikinn í sjónvarpsfréttunum. Hann segir að hann og Kjartan Gunnarsson vilji bjóða mér út að borða til að reyna að láta mér líða betur eftir þetta. Og þá sátum við á sama borði og 18 árum fyrr og áttum aftur góða kvöldstund. En þetta sýnir hversu skjótt veður geta skipst í lofti.”

Viðtalið við Hannes er eitt af nokkrum gömul en óbirtum viðtölum sem Sölvi tók en hann hefur boðað að hann muni birta þau öll von bráðar. Bogi Ágústsson hefur beðið hann að birta það ekki og það sama má segja um Krumma Björgvinsson og Hermann Hreiðarsson. Ástæðan fyrir því að viðtölin voru ekki birt á sínum tíma er sú að Sölvi lokaði á alla þætti sína í kjölfar ásakana tveggja kvenna á hendur honum en þær segja hann hafa beitt þær ofbeldi. Sölvi hefur neitað þessum ásökunum.

Sjá einnig: Yfirlýsing kvennanna í heild sinni: „Sölvi rauk þá upp og hrinti mér í gólfið“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -