Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hannes opnar sig um áfengisneyslu: „Óneitanlega væri ég afkastameiri, hefði ég ekki áfengi um hönd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir áfengisneyslu sína í færslu sem hann birtir í  nótt. Hann telur neysluna ekki hafa gert sér neitt mein en viðurkennir þó að hann flýji í fang áfengis undan hörðum heimi, líkt og hann orðar það.

Færslan hefst á uppgjöri hans við árið sem er að líða. „Ég hef komist tiltölulega vel frá þessum heimsfaraldri, því að ég hef getað setið heima við að skrifa bók, sem ég hafði verið fenginn til að semja á ensku um 24 íhaldssama frjálshyggjuhugsuði, og er Snorri Sturluson fremstur, en einn annar Norðurlandabúi, Anders Chydenius, í hópnum. Önnur nöfn eru kunnuglegri erlendis, til dæmis Adam Smith, Alexis de Tocqueville, Friedrich A. von Hayek og Milton Friedman. Bókin kemur bráðlega út í Brüssel í tveimur bindum, og er samtals röskar 800 blaðsíður. Margar myndir prýða hana,“ segir Hannes.

Hann segist einungis hitta nokkra menn en allir þeir kunnuglegir menn úr stjórnmálum. „Ég hef lært margt um að halda heimili á að vera heima hjá mér á nánast hverju kvöldi, frá því að ég kom hálfnauðugur heim til landsins frá Rio de Janeiro 29. mars. Það er helst þessar vikurnar, að ég skreppi af og til í síðdegiskaffi með Birni Bjarnasyni og Kjartani Gunnarssyni til að ræða landsins gagn og nauðsynjar eða leggi leið mína stöku sinnum heim til Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar á kvöldin til að gæða mér á þeim dýrindisréttum, sem hann býður upp á á Michelin-veitingahúsi sínu fyrir fjölskylduna (og mig). Við aðra hef ég aðeins samband símleiðis,“ segir hann.

Svo opnar Hannes sig um áfengisdrykkju sína. „Heima fæ ég þó iðulega kærkomnar heimsóknir frá litlum nágranna, sem ég lít stundum eftir og er að kenna ýmis orð, til dæmis ljós og blóm. Við höldum ekki á vínflösku í höndunum, heldur gaf hann mér í jólagjöf áhöld fyrir drykki, sem geymd eru inni í litlum skáp í laginu eins og vínflaska. Áfengið hefur raunar ekki gert mér neitt mein að fyrra bragði, og þegar ég hef flúið í fang þess undan hörðum heimi, hefur hið fornkveðna sannast, að menn bjarga sér stundum á flótta. En óneitanlega væri ég afkastameiri, hefði ég ekki áfengi um hönd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -