Fimmtudagur 30. júní, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hannes Þór Halldórsson telur Hjörvar Hafliðason vega að æru sinni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaup Gylfa Sig. Ég get lofað þér því.“ Þetta fullyrðir Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður í kjölfar þess að hann mætti í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar, félaga síns í landsliðinu, og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Ítalíu um helgina.

Forsaga málsins var sú að lið Hannesar, Valur, var að spila við ÍBV sama dag og brúðkaupið fór fram en Hannes var meiddur og fékk því leyfi þjálfara Vals til þess að fara í brúðkaupið. Í kjölfar þess fullyrti Hjörvar Hafliðason, fótboltaspekingur og fyrrum markvörður, í útvarpsþættinum Brennslunni að hann hafi heyrt fyrir mörgum mánuðum að ákvæði um að mega fara í brúðkaupið væri í samningi Hannesar við Val.

Þessu vísar Hannes á bug í viðtali við RÚV: „Ég bara get ekki orða bundist þegar ég þarf að sitja undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, að ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, að ég sé að gera lítið úr deildinni, að ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að reyna á hug minn og staðfestu til félagsins,“ segir Hannes og bætir við: „Staðreyndin er sú að Óli hvatti mig eindregið til að fara, bað kærlega að heilsa Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar.“

Hann segir vegið að æru sinni með þessum ásökunum.

„Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til að sleppa því að spila fótboltaleik. Ég hef alltaf sinnt mínu starfi sem fótboltamaður af 100% fagmennsku og það mun ekki breytast. Mér finnst þessi umræða hafa vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg,“ segir Hannes og býður fréttamanni að gefa honum upp símanúmerin hjá öllum þeim þremur læknum og sjúkraþjálfurum sem komu að málunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -