Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Haraldur Briem ritari skimumarráðs varla óháður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr í dag komst stjórn Félag íslenskra rannsóknarlækna að þeirri niðurstöðu að Haraldur Briem, fyrrum sóttvarnalæknir, gæti varla talist óháður aðili við skrif skýrslu sinnar um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbamein í leghálsi.

Rökin sem gefin voru fyrir ályktuninni voru þau að Haraldur væri rit­ari skimunarráðs og fyrr­um sóttvarnalæknir, sem starfaði þannig und­ir Birgi Jak­obs­syni, fyrr­um land­lækn­is, sem í dag er aðstoðarmaður Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra.

„Ég fór á eft­ir­laun árið 2015, þegar ég varð 70 ára. Síðan þá hef ég verið beðinn um að taka að mér ýmis verk­efni, bæði fyr­ir [heilbrigðis]ráðuneytið og embætti Land­lækn­is. Ég hef verið öll­um óháður að mínu mati,“ seg­ir Har­ald­ur Briem í samtali við mbl.is.

Sjá einnig: Yfirlæknir misskildi ráðherra: Spurningar heilsugæslu um skimanir flóknar

„Þetta eru allt sér­fræðing­ar og fag­menn. Það er fjöldi manna sem kem­ur að þessu. Rit­ari gerði ekk­ert annað en að kalla fólk sam­an og reyna að fá niður­stöður í mál­in,“ segir Haraldur um störf sín sem ritari skimunarráðs.

Segist hann ekki sjá hvernig það starf hans hafi gert hann háðan nokkrum

- Auglýsing -

Þá er hann spurður hvort að sam­band hans við Birgi Jak­obs­son, aðstoðarmann Svandís­ar, hafi getað gert hann van­hæf­an í sinni vinnu, seg­ir hann svo ekki vera.

„Já já við átt­um ágæt­is sam­starf þegar hann var og hét í þessu embætti. Ég hef síðan unnið með Ölmu Möller.“

„Þetta var eft­ir minni bestu sam­visku og ég vona að hún upp­lýsi málið“

- Auglýsing -

Haraldur segir aðkomu sína að skimunarmálum hafi hafist árið 2008.
„Þá var það þannig að við vorum að reyna að koma á bólu­setn­ing­um við HPV veirunni sem veld­ur leg­hálskrabba­meini. Leg­hálskrabba­mein er af­leiðing smit­sjúk­dóms og þar hófst aðkoma mín. Þá vor­um við líka beðin um að fara yfir skimanir og bólu­setn­ing­ar al­mennt. Við skiluðum skýrslu árið 2008.“

Þá er Haraldur einnig gagnrýndur af Félagi sérfræðilækni fyrir að hafa ekki leitað eftir upplýsingum Landspítalans, Krabbameinsfélagsins eða sérgreinafélögum lækna við gerð skýrslunnar.

„Tím­aramm­inn var nokkuð stutt­ur og ég ein­beitti mér bara að þeim gögn­um sem lágu fyr­ir,“ seg­ir Har­ald­ur við þeirri gagnrýni en segist sömuleiðis þekkja vel til máls­ins. Í fagráði og skimunarráði vinni fag­fólk úr öll­um áttum, og málið sé sér ekki fram­andi.

Haraldur hvet­ur fólk til að kynna sér skýrsl­una.

„Þetta var eft­ir minni bestu sam­visku og ég vona að hún upp­lýsi málið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -