Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Haraldur réttir úkraínsku flóttafólki hjálparhönd: „Ég get líka hjálpað ykkur með vegabréf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef þið eruð að flýja frá Úkraínu með eitt eða fleiri börn og þurfið stað til að gista á ég íbúð tilbúna fyrir ykkur í allt að 90 daga. Ég get líka hjálpað ykkur með vegabréf ef þess þarf,“ skrifar Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno á Twitter í gær.

Haraldur er þekktur fyrir að bjóða fram hjálp sína og hefur góðmennska hans vakið mikla athygli. Í fyrrasumar bauðst hann til þess að greiða lögfræðikostnað þeirra sem var stefnt fyrir meiðyrði en voru ásakanirnar á hendur Ingó veðurguði um kynferðisfbeldi. Í janúar síðastliðnum bauð hann fram hjálp sína við að leiðbeina þolendum kynferðisofbeldis hvernig hægt væri að koma sér undan þöggunarsamningur við gerendur sína. Haraldur réttir fram hjálparhönd og býður nú flóttafólki Úkraínu húsaskjól.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -