Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Harðar nágrannadeilur Fríðu og Lovorku vegna kettlings – „Ég vildi að hún hætti að áreita mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er óhætt að segja að dramatík eigi sér nú stað innan Facebook-hópsins Kettlingar til sölu. Þar saka nágrannarnir Fríða Kolbrún Þorkelsdóttir og Lovorka Batelka hvor aðra um hafa stolið ketti, Pílu, sem þær telja sig báðar eiga. Fríða íhugar að kæra Lovorku fyrir innbrot en Lovorka ber Fríðu ýmsum sökum á móti.

Fríða reið á vaðið í gær og varaði við Lovorku innan hópsins Kettlingar til sölu. „Hæhæ. Mögulega hafa verið auglýsingar hér frá manneskju sem heitir Lovorka. Hún rændi af mér 5 kettlingum ásamt mömmunni (pílu) og seldi kettlingana. (Hún býr í sömu blokk pg ég, opnaði hurðina sem var óvart ólæst og tók upp kassann með kettlingunim og mömmunni, fór með þau til sín). Ég væri mjög til í að vita um afdrep þessara kettlinga. Ef einhver hefur upplýsingar um þessa kettlinga þætti mér vænt um að heyra um þá. Ég vil bara vita hvort þeir hafi endað á góðum stað. Einnig vil ég vara alla við konu sem heitir Lovorka Batelka.“

Hún tjáir sig einnig um málið á Twitter og segist þar íhuga að kæra nágranna sinn. „Kvartaði yfir konunni sem rændi kettlingunum mínum á „Kettlingar til sölu” fb hópnum og ég fattaði að það er alvarega fucked up að fara inn í íbúð án leyfis og hafa með sér læðu+5 kettlinga og að ég ætti mögulega að kæra.“

Lovorka svarar þó fyrir sig í færslu sem birtist í nótt. Hún skrifar færsluna á ensku og má sjá hér fyrir neðan. Hún segist hafa lánað Fríðu köttinn til að byrja með því hún sá aumur á henni. Það hafi ávallt verið lán enda hefðu hún enn alla eignarhaldspappíra. Lovorka hafi spurt Fríðu hvort hún vildi passa Pílu, en kötturinn hafði ekki átt saman við annan kött á heimilinu. Þær hafi svo samið um að systir hennar fengi einn kettling en henni hafi blöskrað þegar Fríða fór að selja fleiri kettlinga á Instagram.

„Ég trúði ekki eigin augum. Ég bankaði upp á hjá henni og tók köttinn og kettlingana. Síðan hafa hún og fyrrverandi kærasti hennar reynt að hræða mig, hóta mér eða niðurlægja mig á Facebook. Hún fór ekki einu sinni með hundinn sinn til dýralæknis þegar hann átt sveppi sem kærastinn hafði týnt úti á víðavangi,“ segir Lovorka og bætir við að lokum: „Ég vildi að hún hætti að áreita mig og niðurlægja“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -