Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Harðneitaði að klippa sítt hár stúlkunnar: „Ég bíð eftir aðgerð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hárgreiðslukona hefur valdið miklum usla á samfélagsmiðlum eftir að hafa neitað að klippa hár kúnna.

Hárgreiðslukona segir að hár kúnnans hafa verið niður á hné; segir hún þetta hafa verið yfir mörkum hennar þar sem hún beið aðgerðar.

Ekki kemur fram hvar atvikið átti sér stað.

Á Reddit lýsti hárgreiðslukonan frá sjónarhorni sínu en ekki undir nafni; hún segir kúnnann hafa sagst vera með hár niður að mjöðmum – en raunin var alls ekki sú.

Þá viðurkenndi hún meðal annars að hafa neitað kúnnanum um endurgreiðslu.

Hún segir í Reddit færslu.

- Auglýsing -

„Ég er hárgreiðslumeistari. Móðir bókaði dóttur sína til að snyrta og lita, ég er ekki venjulegi stílistinn þeirra. Stílistinn sem þau fara venjulega til var í fríi og vinur þeirra mælti með mér.“

Hárgreiðslukonan hélt áfram.

„Þegar mamman pantaði klippinguna og litunina sagði hún að dóttir hennar væri með sítt hár og spurði hvort það væri í lagi fyrir mig. Afgreiðslukonan sagði já því ég á marga viðskiptavini með mið-sítt hár. Mittislengd er venjulega lengsta hárið sem ég klippi, ég hef aldrei átt eða fengið til mín viðskiptavin með lengra hár en það. Vegna vandamála í hnénu gat ég ekki beygt mig lengi. Ég bíð eftir aðgerð.“

- Auglýsing -

Þegar stúlkan mætti var hár hennar í snúð, vegna þess sá hárgreiðslukonan ekki fulla sídd hársins. Móðirinn þakkaði henni fyrir að geta troðið henni inn og sagði hárgreiðslukonuna sem hún er vön að fara til ekki hafa verið lausa. Sagði hún síðan:

„Hún tók teygjuna úr hárinu þannig að það fór allt niður stólbakið og það var langt fram yfir lengdina sem mér leið vel að klippa. Ég hefði þurft að krjúpa niður, lita og klippa hárið á henni. Ég veifaði mömmu hennar þegar ég sagði dótturinni að fara úr rakara kápunni. Ég bað mömmuna afsökunar og sagði henni að ég myndi ekki geta klippt hár dóttur hennar vegna lengdar. Ég útskýrði að það væri of langt fyrir mig að klippa þar sem ég gæti ekki beygt niður til að klippa hárið á henni.

Það er skiljanlegt að móðirin hafi verið í uppnámi yfir því að ég væri að neita að klippa hár dóttur hennar. Hún krafðist endurgreiðslu. Ég tilkynnti henni að 8.500 króna bókunargjaldið væri óendurkræft; að henni hefði verið sagt þetta við bókun. Hún krafðist svo að fá að tala við yfirmann stofunnar, ég sagði henni að ég myndi fá ná í eigandann.“

Hárgreiðslukonan segir konuna hafa sagt henni að samþykkja ekki að klippa hár sem hún ræður ekki við. Hárgreiðslukonan segist ekki hafa fengið nákvæmar upplýsingar um hár kúnnans.

„Móðirin hefur verið að skrifa á Facebook-síðu stofunnar og kvarta yfir því að ég hafi neitað að klippa hár dóttur hennar; hún segir mig ekki vera hæfa til að klippa sítt hár. Mér finnst slæmt að móðirin skuli vera í uppnámi yfir þessu, en á sama tíma var aldrei sagt hversu langt hár dóttur hennar væri í raun og veru.“

Eigandi hárgreiðslustofunnar endurgreiddi móðurinni á endanum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -