Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Harmi slegin fjölskyldan syrgir Freyju: „Þín verður saknað það sem eftir er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Freyja, móðir okkar, systir, dóttir, fjölskylda, vinur og kollegi. Þín verður saknað það sem eftir er og þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Við elskum þig.“

Freyja Egilsdóttir var myrt á heimili sínu í Danmörku þann 2. febrúar 2021. Fjölskylda Freyju minntist hennar í dag með fallegum orðum í minningargrein sem birtist í Stiftstidende Århus.

„Veturinn 2021 var Freyja skyndilega tekin frá okkur og skyldi hún eftir sig tvö ung börn, stjúpson, aldraða móður, þrjár systur og stóra fjölskyldu sem eru harmi slegin. Hún skilur eftir mikið tóm sem verður aldrei fyllt.“

„Það var eitt sem Freyja þráði meira en allt og það var að stofna sína eigin fjölskyldu. Hún elskaði og dáði börnin sín þrjú, Alex, Lúkas og Emmu. Hún var harmi slegin þegar hún missti tvíburasystur Emmu í fæðingu.“

Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

Fjölskylda Freyju segist hafa fengið mikinn stuðning fjölskyldu, vina og samfélagsins í Malling, þar sem Freyja bjó. Þau segja það hafa veitt sér mikla huggun á þessum erfiðu tímum:
„Frá okkar dýpstu hjartarótum viljum við þakka öllum þeim sem hafa hugsað til okkar og gefið okkur styrk,“ skrifar fjölskylda hennar.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem myrti Freyju – Leiddur fyrir dómara með brotin gleraugu

Farið er yfir æviágrip Freyju sem fæddist árið 1977 og ólst upp á Selfoss. 17 ára gömul fluttist hún til Austurríkis þar sem hún bjó hjá fjölskyldu sem hún var enn í sambandi við. „Nokkrum árum seinna, eftir menntaskólann, flutti hún ein síns liðs til Frakklands til þess að fara í nám. Þar var hún, eins og alls staðar annars staðar, vinsæl og vel liðin.“

„Freyja var mjög klár, hún átti auðvelt með að læra og talaði fimm tungumál. Á leið sinni heim frá Frakklandi heimsótti hún fjölskylduna sína í Austurríki og tvær systur sínar sem bjuggu í Danmörku. Freyja var hugfangin af Danmörku og hún ákvað að búa þar um tíma, sem varð að lokum öll hennar ævi.“

- Auglýsing -

„Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kringum sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -