Fimmtudagur 25. maí, 2023
9.1 C
Reykjavik

Þorgeir Ástvaldsson missti sinn besta vin í slysi: „Það var sem eldgos í augum okkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hann missti besta vin sinn í hræði­­legu slysi: Sagan sem aldrei mátti segja

Hinn landsþekkti útvarpsmaður, Þorgeir Ástvaldsson, var gestur í hátíðarviðtali Heimis Karlssonar á Bylhjunni.

Þar kom fram að Þorgeir varð fyrir miklu áfalli aðeins nítján ára að aldi; missti þá besta vin sinn, Rúnar Vilhjálmsson, er féll niður af svölum.

„Hann var minn besti vinur. Hann sagði mér það að honum fyndist leiðinlegt að búa ekki í svona nýju húsi eins og við,“ segir Þorgeir og bætir við að Rúnar þótti einstaklega efnilegur fótboltamaður; var valinn í landsliðið aðeins nítján ára gamall. Hann tengdist einnig hljómsveitinni Tempó þar sem Þorgeir var.

„Hann sem sagt fylgir okkur í Tempó, sem vinur og svo náttúrlega vorum við hrifnir af því hvernig honum vegnaði í boltanum.“

Það var svo í byrjun árs árið 1970 er Rúnar hélt til Englands, þar sem landsliðið átti að mæta enska liðinu; þá var Rúnar nýorðinn tvítugur.

- Auglýsing -

„Hann átti afmæli 19. janúar, maður man það vel. Við kvöddum hann vinahópurinn. Við fórum með Gunna ljósmyndara út á Melavöll og hann var myndaður þar í bak og fyrir á klakadrullupollunum þarna um veturinn. Við gerðum gaman úr þessu,“

Síðan kom höggið; Rúnar var látinn.

„Ég er heima í Efstasundi og það er komið og bankað á dyrnar hjá mér og gluggann og ég vakinn. Ég hélt það væri komið eldgos, það var náttúrlega eldgos í augum okkar.„

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -