• Orðrómur

Harpa varar við perra í Kársnesinu: „Pössum upp á börnin okkar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Síðustu helgi var maður á milli tvítugs og þrítugs í Kársnesinu að bera og handleika sjálfan sig fyrir framan dóttur mína sem var heima hjá sér úti á svölum að fá sér ferskt loft. Hann brunaði í burtu á litlum silfurlituðum bíl þegar hann sá hún var að láta vita. Hann var í svörtum þröngum bol, dökkhærður með skegg,“ skrifar Harpa Tanja á Facebook síðuna Við birtum nöfn og myndir af þekktum barnaníðinum.

„Ekkert nafn, engin mynd og enginn dómur… því miður…Pössum upp á börnin okkar, fylgjumst með og látum vita“

Fólk er slegið yfir frásögn Hörpu og er Ómar Örn einn þeirra. „Börn hafa ekki ímyndunar afl í að skálda svona og ber öllum að taka það alvarlega þó barn muni ekki bíltegund lit eða stærð þá mun atvik sem þetta sitja lengi í þeim,“ segir Ómar.

- Auglýsing -

Erlu er afar brugðið. „OMG!! takk fyrir að láta vita. Ömurlegt að svona geti gerst bara hér í hverfinu,“ segir Erla.

Hugur Ívars Daníels er hjá barninu. „Þykir virkilega leitt að heyra að barnið þitt hafi lent í þessum aðstæðum, hjá svona veikum ógeðslegum einstakling, vona að hún geti unnið sig frá þessu,“ segir Ívar.

Dagur telur hugsanlegt að um sé að ræða sama mann og beraði sig fyrir framan börn í Breiðholti, það sé stutt frá og ólíklegt að um tvo menn sé að ræða á stuttu tímabili. Frá því í desember á síðastliðnu ári hefur sex sinnum verið tilkynnt um mann sem berað hefur sig nálægt Seljaskóla. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -