Harry Styles hafnaði hlutverki prinsins í endurgerð Disney af Litlu hafmeyjunni

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur afþakkað hlutverk prinsins Eric í endurgerð Litlu Hafmeyjunnar. Styles hefur verið bendlaður við hlutverkið í nokkurn tíma og fóru fréttir um ráðningu hans af stað í gærkvöldi.

Variety hefur nú staðfest að þær fréttir voru ótímabærar og Styles mun ekki taka að sér hlutverk Disney prinsins.

Halle Bailey mun fara með hlutverk Ariel, hafmeyjunnar sem dreymir um að vera manneskja. Þá mun Melissa McCarthy leika frænku hennar, Úrsúlu. Ráðning Bailey hefur valdið miklum usla og hafa margir lýst yfir óánægju sinni á Twitter undir millumerkinu #NotMyAriel. Umræðan snýst aðallega um húðlit Bailey en hún er dökk á hörund. Í teiknimyndinni, sem kom út árið 1989, er hafmeyjan skjannahvít.

„Ég hlusta ekki á þessar neikvæðnisraddir, þetta hlutverk er stærra en bara ég,” sagði Bailey um lætin vegna ráðningar hennar.

Rob Marshall mun leikstýra endurgerðinni en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Into the Woods, Mary Poppins endurgerðinni og Chicago. Þá mun David Magee skrifa handritið. Hann skrifaði meðal annars handrit Mary Poppins, Life of Pi og Finding Neverland.

- Advertisement -

Athugasemdir