Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Harry vildi yfirgefa fjölskylduna – ekki Meghan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný bók um hertogahjónin af Sussex mun upplýsa að það hafi verið ákvörðun Harrys Bretaprins að afsala sér skyldum sínum sem einn af fjölskyldu Bretadrottningar, öfugt við það sem haldið hefur verið fram. Viðskilnaðurinn hefur lengi verið kallaður Megxit í breskum fjölmiðlum en samkvæmt heimildum The Sun er það á misskilningi byggt að brotthvarfið hafi verið að frumkvæði Meghan.

Bókin, sem sögð er skrifuð í samráði við hertogahjónin, mun bera titilinn „Finding Freedom“ og samkvæmt heimildarmanni The Sun, sem sagður er innanbúðarmaður í útgáfubransanum, er stór hluti hennar lagður undir tilraun til að leiðrétta misskilningin um brotthvarf hjónanna úr fjölskyldu Bretadrottningar. Hann heldur því jafnframt fram að merkimiðinn Megxit hafi reitt Harry til reiði og valdið honum hugarangri.

„Sannleikurinn er sá að það var Harry sem stóð fyrir þessari ákvörðun,“ segir heimildarmaðurinn ónafngreindi. „Hann hafði verið óhamingjusamur mjög lengi. Meghan studdi ákvörðun Harrys. En hún spurði hann oftar en einu sinni hvort hann væri viss um að það væri þetta sem hann vildi. Og hún lagði alltaf mikla áherslu á það að hún myndi styðja hann í öllu sem hann gerði.“

Fyrirhugaður útgáfudagur bókarinnar er 11. ágúst og öfugt við það sem haldið hefur verið fram verður þar ekki fjallað um ósætti Meghan og föður hennar, Thomas Markle, heldur segir bókin sögu þeirrar vegferðar sem hertogahjónin eru nú á og dregur fram ástæðurnar fyrir brotthvarfi þeirra úr opinberum skyldum fyrir drottningarfjölskylduna bresku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -