Hársaga Bandaríkjaforseta rakin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hársaga Donalds Trump er rakin í máli og myndum á vef Vanity Fair en hár hans er algjörlega einstakt.

Það er óhætt að segja að hár Donalds Trump Bandaríkjaforseta sé sér á báti. Hár hans hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina og hefur verið eilíf uppspretta brandara.

Trump hefur skartað svokallaðir „comb over“-hárgreiðslu í nokkra áratugi og í dag leggur hann mikla áherslu á að halda fast í síðustu lokkana.

Á vef Vanity Fair er hársaga Trump rekin í máli og myndum en óhætt er að segja að Trump hafi alltaf farið eigin leiðir þegar kemur að hártískunni. Í kringum níunda áratuginn var hárið í dekkri kanntinum en eftir að það tók að grána hefur Trump litað það ýmist brúnt, appelsínugult eða gult. Í dag leyfir hann gráa litnum að njóta sín en gulur blær setur þó sinn svip a hárið.

Í samantekt Vanity Fair kemur fram að Trump hafi oftast greitt hárið frá vinstri til hægri, líkt og hann gerir í dag.

Í dag er hár Trump grátt með gulum blæ.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Púðrið fær að víkja fyrir kremsnyrtivörum

Förðunarfræðingurinn Agnes Björgvinsdóttir fer yfir förðunartískuna sem ræður ríkjum um þessar mundir. Náttúruleg og ljómandi húð, brúnir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -