Hárspangir og körfutöskur

Deila

- Auglýsing -

Helga Kristjánsdóttir, stílisti og samfélagsmiðlari Smáralindar, hefur einstaklega gott auga fyrir tísku og förðun. Hún var fengin til að mæla með því sem henni finnst ómissandi í sumar.

„Uppáhaldssnyrtivaran mín á sumrin er litaða dagkremið Complexion Rescue frá bareMinerals. Það gerir húðina náttúrulega ljómandi og inniheldur sólarvörn spf 30. Kremið fæst í Hagkaup, Smáralind en nýverið kom einnig á markað stiftútgáfa sem er mjög þægilegt að ferðast með.“

„Ég hef varla farið úr Mile High Super Skinny-gallabuxunum mínum frá Levi´s síðan ég kynntist þeim fyrr í sumar. Ég keypti mér þær í fleiri en einum lit meira að segja enda er það skylda þegar maður finnur gott snið.“

„Það kemur mér alltaf skemmtilega á óvart hvað Lindex hannar góð bikiní og ekki skemmir verðmiðinn sem er einkar hagstæður. Týpan sem ég kolféll fyrir minnir mig á hönnun Dolce & Gabbana og er tilvalið með í sumarfrí á suðrænar slóðir.“

„Uppáhaldssumartrendið mitt eru hárspangir-og bönd enda til í öllum stærðum og gerðum í ódýrari tískukeðjunum á borð við Monki, H&M, Zöru og Lindex. Það var engin önnur en frú Prada sem sýndi fylltar hárspangir á vor-sumartískusýningu sinni en eins og við vitum fylgir fjöldinn þegar hún segir eitthvað smart.“

„Sandalar frá spænska merkinu Pedro Miralles hafa lengi heillað mig. Þessa dagana eru þeir á 50% afslætti hjá GS Skóm, Smáralind og hafa aldrei verið jafnfreistandi!“

„Ég kolféll fyrir sinnepsgulum hörjakka í Zöru á dögunum og réttlætti kaupin fyrir mér þar sem hann var á góðum díl á útsölu. Ég sá hann fyrir mér við dökkbláar gallabuxur og fallega leðursandala eða jafnvel sumarkjóla úti á Spáni.“

„Ilmvatnið Aqua Allegoria Coconut Fizz frá Guerlain er á óskalista hjá mér. Ég stend mig að því að sprauta því á mig þegar ég á leið í gegnum snyrtivörudeild Hagkaups. Það er holdgervingur sólar og sumars enda lyktar það af kókoshnetum og sólarvörn.“

„Eitt stærsta sumartrendið eru körfutöskur en þær er hægt að fá úti um allt þessa dagana. Ég rakst á eina á þúsund krónur í H&M í gær sem lúkkaði mjög vel.“

„Sólgleraugu frá ítalska tískuhúsinu Bottega Veneta eru á óskalistanum mínum.“

- Advertisement -

Athugasemdir