Laugardagur 2. desember, 2023
-1.9 C
Reykjavik

Háskaakstur á bilaðri rútu: „Hann hefur ekki áhuga á að tala við þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við funduðum með okkar fólki og fulltrúum rútufyrirtækisins(SBA). Þetta mál er á ábyrgð þeirra. Við fórum fram á það að rútan yrði tafarlaust sett í skoðun. Við skoðun kom í ljós að það var brotin fjöður í bílnum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands í samtali við Mannlíf.

Vísir fjallaði um háskaakstur rútu milli Landmannalauga og Reykjavíkur og birti myndband sem einn farþeganna tók um borð í rútunni. Lögregla var kölluð út en eftir skoðun á rútunni hafi hún látið þar við sitja.

Blaðamaður Mannlífs hafði samband við rútufyrirtækið(SBA) vegna málsins til að leita frekari upplýsinga um málið. Ingibjörg Elín Jónasdóttir starfsmaður SBA, tjáði blaðamanni að fjölmiðlafulltrúi væri á svæðinu en aðspurð hvort hann gæti gefið upplýsingar um málið svaraði hún með eftirfarandi hætti: „Já en hann, hérna, hefur ekki áhuga á að tala við þig.“ Blaðamanni var nokkuð brugðið vegna tilsvarsins og bætti þá Ingibjörg við: „Hann er aðeins upptekinn.“

Ferðafélag Íslands bauð farþegum upp á áfallahjálp eftir atvikið og herma heimildir Mannlífs að bílstjóri rútunnar hafi verið að aka sína síðustu ferð sökum aldurs. Á fundi Ferðafélagsins með stjórnendum FBA í gær þvertók rekstrarstjóri SBa fyrir að mistök hefðu átt sér stað og talaið um „múgæsing“ samkvæmt heimildum Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -